FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 23. FEBRÚAR 2024

Upplýsingar um vöruviðskipti í þessari frétt hafa verið uppfærðar vegna nýrra upplýsinga úr bráðabirgðatollskýrslum. Tölur um vöruviðskipti voru uppfærðar fyrir árin 2020-2023.

Verðmæti þjónustuútflutnings á fjórða ársfjórðungi 2023 er áætlað 188,3 milljarðar króna en verðmæti þjónustuinnflutnings 159,8 milljarðar. Fyrir vikið er gert ráð fyrir að þjónustujöfnuður hafi verið jákvæður um 28,5 milljarða króna en hann var jákvæður um 28,3 milljarða á sama tíma árið áður. Á tólf mánaða tímabili, frá janúar 2023 til desember 2023, var þjónustujöfnuður jákvæður um 288,3 milljarða króna en var jákvæður um 196,5 milljarða tólf mánuðina þar á undan.

Verðmæti þjónustuútflutnings jókst um 20% á tólf mánaða tímabili
Verðmæti þjónustuútflutnings á fjórða ársfjórðungi jókst um 2,7 milljarða króna, eða um 1%, frá fjórða ársfjórðungi 2022 á gengi hvors árs. Útflutningstekjur af ferðalögum jukust um 6,6 milljarða samanborið við fjórða ársfjórðung 2022 eða um 9%. Tekjur af samgöngum og flutningum jukust um 4,6 milljarða eða um 9% frá fjórða ársfjórðungi 2022. Útflutningstekjur af annarri viðskiptaþjónustu drógust hins vegar saman um 18%.

Verðmæti þjónustuútflutnings á tólf mánaða tímabili, frá janúar 2023 til desember 2023, var 911,5 milljarðar króna og jókst um 20% miðað við sama tímabil árið áður á gengi hvors árs. Vöxtur í útflutningstekjum af ferðalögum á sama tímabili nam 26%. Útflutningstekjur af samgöngum og flutningum jukust einnig, um 24%, og útflutningstekjur af annarri viðskiptaþjónustu jukust um 9%.

Verðmæti þjónustuinnflutnings jókst um 11% á tólf mánaða tímabili
Verðmæti þjónustuinnflutnings á fjórða ársfjórðungi jókst um 2,5 milljarða króna, eða um 2%, frá fjórða ársfjórðungi 2022 á gengi hvors árs. Útgjöld vegna ferðalaga Íslendinga erlendis drógust saman um 3% samanborið við fjórða ársfjórðung 2022. Útgjöld vegna samgangna og flutninga jukust hins vegar á milli ára, um 1%. Þá jukust útgjöld vegna annarrar viðskiptaþjónustu um 2% á milli ára.

Verðmæti þjónustuinnflutnings á tólf mánaða tímabili, frá janúar 2023 til desember 2023, var 623,2 milljarðar króna og jókst um 11% miðað við sama tímabil árið áður á gengi hvors árs. Þar vógu þyngst útgjöld vegna annarrar viðskiptaþjónustu sem jukust um 23%. Útgjöld vegna samgangna og flutninga jukust einnig, eða um 11%, og sömu sögu er að segja af útgjöldum Íslendinga á ferðalögum erlendis sem jukust um 7%.

Vöru- og þjónustujöfnuður neikvæður um 2,2 milljarða á fjórða ársfjórðungi
Vöruútflutningur í greiðslujöfnuði* er áætlaður 241,1 milljarður króna á fjórða ársfjórðungi 2023 en vöruinnflutningur 318,6 milljarðar. Vöruviðskiptajöfnuður er því áætlaður neikvæður um 77,5 milljarða króna.

Á fjórða ársfjórðungi 2023 er því áætlað verðmæti útflutnings vöru- og þjónustuviðskipta 429,4 milljarðar króna samanborið við 448,5 milljarða á fjórða ársfjórðungi árið áður á gengi hvors árs. Á sama tíma er áætlað verðmæti innflutnings vöru- og þjónustuviðskipta 478,5 milljarðar króna samanborið við 502,1 milljarð á sama tíma árið áður. Vöru- og þjónustujöfnuður er því áætlaður neikvæður um 49 milljarða króna á fjórða ársfjórðungi 2023 en hann var neikvæður um 53,7 milljarða á sama tíma 2022.

Á tólf mánaða tímabili, frá janúar 2023 til desember 2023, var vöru- og þjónustujöfnuðurinn áætlaður neikvæður um 2,2 milljarða króna en hann var neikvæður um 6,3 milljarða á tólf mánaða tímabilinu þar á undan. .

Mánaðarlegur vöru- og þjónustujöfnuður
Samhliða ársfjórðungsútgáfu á vöruskipta- og þjónustujöfnuði uppfærir Hagstofan nú gögn um mánaðarlegan vöruskipta- og þjónustujöfnuð á fjórða ársfjórðungi 2023. Í desember 2023 er áætlað verðmæti útflutnings vegna vöru- og þjónustuviðskipta 128,3 milljarðar króna en áætlað verðmæti innflutnings vöru- og þjónustuviðskipta 147,5 milljarðar. Fyrir vikið er gert ráð fyrir því að vöru- og þjónustujöfnuður í desember 2023 hafi verið neikvæður um 19,3 milljarða króna.

*Samkvæmt stöðlum greiðslujafnaðar og þjóðhagsreikninga.

Talnaefni
Vöru- og þjónustviðskipti
Þjónustuviðskipti

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1156 , netfang utanrikisverslun@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.