Samkvæmt bráðabirgðatölum var vöru- og þjónustujöfnuður á fyrsta ársfjórðungi 2019, eins og hann birtist í þjóðhagsreikningum og greiðslujöfnuði, jákvæður um 33,2 milljarða króna samanborið við 9,3 milljarða króna afgang á sama tíma árið 2018, á gengi hvors árs. Umreiknaður vöruskiptajöfnuður var hagstæður um 3,5 milljarða á meðan þjónustujöfnuður var hagstæður um 29,7 milljarða. Heildarútflutningstekjur á fyrsta ársfjórðungi 2019, vegna vöru- og þjónustuviðskipta, námu 308,4 milljörðum króna en heildarinnflutningur á vörum og þjónustu nam 275,2 milljörðum króna.

Samhliða ársfjórðungsútgáfu á vöruviðskipta- og þjónustujöfnuði uppfærir Hagstofan gögn um mánaðarlegan vöruviðskipta- og þjónustujöfnuð á fyrsta ársfjórðungi 2019. Í mars var áætlað verðmæti útflutnings fyrir vöru- og þjónustuviðskipti 100,1 milljarður en áætlað verðmæti innflutnings vöru- og þjónustuviðskipta 97,4 milljarðar. Vöru og þjónustujöfnuður er því áætlaður jákvæður um 2,7 milljarða í mars 2019.

Þessar upplýsingar koma fram í brúartöflum á vef Hagstofunnar sem samræma staðla vöruviðskipta og greiðslujafnaðar.

Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar til mars 2018 og 2019
  Millj. kr. á gengi hvors árs Breytingar frá fyrra
ári á gengi hvors árs, %
% jan-mar
Mars Janúar-Mars
20182019 2018 2019
Vöru- og þjónustuviðskipti, útflutningur alls92.239,3100.133,2272.360,1308.372,613,2
Vöruskipti: = Útflutningur í greiðslujöfnuði44.249,753.612,4140.545,9176.671,125,7
Þjónustuviðskipti: = Útflutt þjónusta47.989,746.520,8131.814,2131.701,5-0,1
Vöru- og þjónustuviðskipti, innflutningur alls90.853,997.386,8263.013,0275.168,94,6
Vöruskipti: = Innflutningur í greiðslujöfnuði56.672,061.471,7167.749,1173.181,43,2
Þjónustuviðskipti: = Innflutt þjónusta34.181,835.915,095.264,0101.987,57,1
Vöru- og þjónustujöfnuður í greiðslujöfnuði1.385,52.746,59.347,033.203,7

Talnaefni