Vöruskiptajöfnuður
Samkvæmt bráðabirgðatölum voru fyrir allt árið 2009 fluttar út vörur fyrir 497,1 milljarð króna en inn fyrir 409,9 milljarða króna fob (445,4 milljarð króna cif). Afgangur var á vöruskiptunum við útlönd samkvæmt bráðabirgðatölum, reiknað á fob verðmæti, sem nam 87,2 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 8,9 milljarða á sama gengi¹. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 96,1 milljarði króna hagstæðari en á sama tíma árið áður.
Samkvæmt bráðabirgðatölum voru í desembermánuði fluttar út vörur fyrir 42,0 milljarða króna og inn fyrir 35,0 milljarða króna fob (38,0 milljarða króna cif). Vöruskiptin í desember, reiknuð á fob verðmæti, voru því samkvæmt bráðabirgðatölum hagstæð um 7,0 milljarða króna. Í desember 2008 voru vöruskiptin hagstæð um 26,4 milljarða króna á sama gengi¹.
Í bráðabirgðatölum fyrir árið hefur verið leiðrétt fyrir verslun með skip og flugvélar á árinu 2009.
Útflutningur
Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir árið 2009 var heildarverðmæti vöruútflutnings 20,6% minna en á sama tíma árið áður á föstu gengi¹ . Iðnaðarvörur voru 48,2% alls útflutnings og er þetta annað árið í röð, frá því að skráning á árlegum útflutningi hófst með reglubundnum hætti árið 1862, sem hlutdeild iðnaðarvara er hærri en sjávarafurða. Verðmæti iðnaðarvara var 26,5% minna á árinu 2009 en árið áður og vó ál þyngst í útflutningnum. Sjávarafurðir voru 42,0% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 9,2% minna en á sama tíma árið áður. Stærsti liður útfluttra sjávarafurða var fryst fiskflök og dróst útflutningur þeirra saman frá árinu 2008. Sölur á skipum og flugvélum drógust saman á árinu.
Innflutningur
Samkvæmt bráðabirgðatölum var verðmæti vöruinnflutnings á árinu 2009 35,4% minna á föstu gengi¹ en á sama tíma árið áður. Stærstu liðir innflutnings 2009 voru hrá- og rekstrarvara með 30,5% hlutdeild og fjárfestingarvara með 21,6% hlutdeild. Samdráttur varð í nær öllum liðum innflutnings en af einstökum liðum varð mestur samdráttur, í krónum talið, í innflutningi á hrá- og rekstrarvöru, í innflutningi á fjárfestingavöru og á flutningatækjum, aðallega fólksbílum og flutningatækjum til atvinnurekstrar.
Vöruskiptin við útlönd janúar-desember 2009 | |||||
Millj. kr á gengi ársins 2009 | Breytingar frá fyrra ári á föstu gengi, % Jan.-desember | ||||
Desember | Janúar-desember | ||||
2008 | 2009 | 2008 | 2009 | ||
Útflutningur alls fob | 59.064 | 42.042 | 625.872 | 497.066 | -20,6 |
Innflutningur alls fob | 32.669 | 35.007 | 634.807 | 409.874 | -35,4 |
Vöruskiptajöfnuður | 26.395 | 7.035 | -8.935 | 87.192 | . |
Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar-desember 2008 og 2009 | |||||
Millj. kr. á gengi hvors árs | Breytingar frá fyrra ári á föstu gengi, % Jan.-desember | ||||
desember | Janúar-desember | ||||
2008 | 2009 | 2008 | 2009 | ||
Útflutningur alls fob | 53.846,6 | 42.042,3 | 466.859,5 | 497.065,9 | -20,6 |
Sjávarafurðir | 20.840,0 | 16.374,4 | 171.348,7 | 208.578,9 | -9,2 |
Landbúnaðarvörur | 1.336,9 | 859,0 | 6.426,6 | 7.674,4 | -10,9 |
Iðnaðarvörur | 28.924,9 | 23.653,6 | 243.147,2 | 239.494,8 | -26,5 |
Aðrar vörur | 2.744,7 | 1.155,3 | 45.937,0 | 41.317,9 | -32,9 |
Innflutningur alls fob | 29.783,0 | 35.007,1 | 473.524,7 | 409.874,3 | -35,4 |
Matvörur og drykkjarvörur | 3.167,0 | 3.900,0 | 37.383,4 | 41.758,3 | -16,7 |
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. | 11.149,4 | 8.983,7 | 148.577,5 | 124.884,5 | -37,3 |
Eldsneyti og smurolíur | 2.140,8 | 3.777,1 | 58.254,6 | 51.046,5 | -34,6 |
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki) | 7.267,3 | 7.987,6 | 102.477,8 | 88.367,5 | -35,7 |
Flutningatæki | 1.888,0 | 4.845,7 | 60.395,9 | 39.713,5 | -51,0 |
Neysluvörur ót.a. | 4.154,9 | 5.504,7 | 66.071,9 | 63.573,2 | -28,2 |
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur) | 15,5 | 8,4 | 363,6 | 530,8 | 8,9 |
Vöruskiptajöfnuður | 24.063,6 | 7.035,2 | -6.665,2 | 87.191,7 | · |
¹ Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog. Á þann mælikvarða er meðalverð erlends gjaldeyris 34,1% hærra mánuðina janúar–desember 2009 en sömu mánuði fyrra árs.
Í desember 2009 var meðalverð erlends gjaldeyris 9,7% hærra en í desember árið áður.
Mánaðarlegar tölur um utanríkisverslun líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta þær breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar niðurstöður fyrir árið 2009 verða gefnar út í mars 2010.