Vöruskiptajöfnuður
Samkvæmt bráðabirgðatölum voru fyrir allt árið 2010 fluttar út vörur fyrir 560,6 milljarða króna en inn fyrir 442,1 milljarð króna fob (478,6 milljarða króna cif). Afgangur var á vöruskiptunum við útlönd, reiknað á fob verðmæti, sem nam 118,6 milljörðum en árið áður voru þau hagstæð um 87,3 milljarða á sama gengi¹. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 31,2 milljörðum króna hagstæðari en árið áður.
Samkvæmt bráðabirgðatölum voru í desembermánuði fluttar út vörur fyrir 49,6 milljarða króna og inn fyrir 36,4 milljarða króna fob (39,3 milljarða króna cif).
Vöruskiptin í desember, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 13,1 milljarð króna. Í desember 2009 voru vöruskiptin hagstæð um 11,6 milljarða króna á sama gengi¹.
Í bráðabirgðatölum fyrir árið hefur verið leiðrétt fyrir verslun með skip og flugvélar á árinu 2010.
Útflutningur
Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir árið 2010 var heildarverðmæti vöruútflutnings 15,7% meiri en árið áður á föstu gengi1. Iðnaðarvörur voru 55,5% alls útflutnings og er þetta þriðja árið í röð, frá því að skráning á árlegum útflutningi hófst með reglubundnum hætti árið 1862, sem hlutdeild iðnaðarvara er hærri en sjávarafurða. Verðmæti iðnaðarvara var 31,9% meira á árinu 2010 en árið áður og vó ál þyngst í útflutningnum. Sjávarafurðir voru 39,3% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 9,2% meira en árið 2009. Stærsti liður útfluttra sjávarafurða var frystur heill fiskur og jókst útflutningur hans um 41,7% frá árinu 2009. Sala á skipum og flugvélum dróst saman á árinu.
Innflutningur
Samkvæmt bráðabirgðatölum var verðmæti vöruinnflutnings á árinu 2010 11,3% meira á föstu gengi1 en á sama tíma árið áður. Stærstu liðir innflutnings voru hrá- og rekstrarvara með 32,8% hlutdeild og fjárfestingarvara með 22,9% hlutdeild. Af einstökum liðum varð mest aukning, í krónum talið, í hrá- og rekstrarvöru 20,2% (24,4 milljarðar), fjárfestingavöru 18,2% (15,6 milljarðar) og eldsneyti og smurolíu 16,8% (8,3 milljarðar) en samdráttur varð í innflutningi á flutningatækjum 21,9% (8,4 milljarðar).
Vöruskiptin við útlönd desember 2010 | |||||
Millj. kr á gengi ársins 2010 | Breytingar frá fyrra ári á föstu gengi, % jan-desember | ||||
Desember | Janúar-desember | ||||
2009 | 2010 | 2009 | 2010 | ||
Útflutningur alls fob | 40.168 | 49.594 | 484.527 | 560.647 | 15,7 |
Innflutningur alls fob | 28.615 | 36.448 | 397.190 | 442.087 | 11,3 |
Vöruskiptajöfnuður | 11.553 | 13.146 | 87.337 | 118.560 | . |
Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar-desember 2009 og 2010 | |||||
Millj. kr. á gengi hvors árs | Breytingar frá fyrra ári á föstu gengi, % Jan.-desember | ||||
Desember | Janúar-desember | ||||
2009 | 2010 | 2009 | 2010 | ||
Útflutningur alls fob | 46.038,2 | 49.594,0 | 500.854,5 | 560.647,0 | 15,7 |
Sjávarafurðir | 16.380,4 | 16.683,6 | 208.619,7 | 220.369,3 | 9,2 |
Landbúnaðarvörur | 865,1 | 1.048,6 | 7.686,6 | 8.641,6 | 16,2 |
Iðnaðarvörur | 27.617,9 | 27.989,7 | 243.641,0 | 310.932,6 | 31,9 |
Aðrar vörur | 1.011,9 | 3.872,0 | 40.907,2 | 20.703,5 | -47,7 |
Innflutningur alls fob | 32.797,0 | 36.448,1 | 410.574,8 | 442.086,6 | 11,3 |
Matvörur og drykkjarvörur | 3.910,5 | 3.698,8 | 41.774,1 | 42.838,3 | 6,0 |
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. | 8.997,1 | 9.826,2 | 124.929,5 | 145.220,6 | 20,2 |
Eldsneyti og smurolíur | 3.835,9 | 4.978,6 | 51.105,3 | 57.723,7 | 16,8 |
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki) | 7.997,8 | 8.609,1 | 88.365,2 | 101.055,0 | 18,2 |
Flutningatæki | 2.022,8 | 3.878,1 | 39.758,6 | 30.021,6 | -21,9 |
Neysluvörur ót.a. | 6.024,5 | 5.437,1 | 64.111,2 | 64.732,0 | 4,4 |
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur) | 8,4 | 20,3 | 530,9 | 495,5 | -3,5 |
Vöruskiptajöfnuður | 13.241,2 | 13.145,8 | 90.279,7 | 118.560,4 | · |
Talnaefni