FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 04. FEBRÚAR 2011


Vöruskiptajöfnuður

Samkvæmt bráðabirgðatölum voru fyrir allt árið 2010 fluttar út vörur fyrir 560,6 milljarða króna en inn fyrir 442,1 milljarð króna fob (478,6 milljarða króna cif). Afgangur var á vöruskiptunum við útlönd, reiknað á fob verðmæti, sem nam 118,6 milljörðum en árið áður voru þau hagstæð um 87,3 milljarða á sama gengi¹. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 31,2 milljörðum króna hagstæðari en árið áður.

Samkvæmt bráðabirgðatölum voru í desembermánuði fluttar út vörur fyrir 49,6 milljarða króna og inn fyrir 36,4 milljarða króna fob (39,3 milljarða króna cif).

Vöruskiptin í desember, reiknuð á fob verðmæti, voru því  hagstæð um 13,1 milljarð króna. Í desember 2009 voru vöruskiptin hagstæð um 11,6 milljarða króna á sama gengi¹.

 Í bráðabirgðatölum fyrir árið hefur verið leiðrétt fyrir verslun með skip og flugvélar á árinu 2010.

Útflutningur

Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir árið 2010 var heildarverðmæti vöruútflutnings 15,7% meiri en árið áður á föstu gengi1. Iðnaðarvörur voru 55,5% alls útflutnings og er þetta þriðja árið í röð, frá því að skráning á árlegum útflutningi hófst með reglubundnum hætti árið 1862, sem hlutdeild iðnaðarvara er hærri en sjávarafurða. Verðmæti iðnaðarvara var 31,9% meira á árinu 2010 en árið áður og vó ál þyngst í útflutningnum. Sjávarafurðir voru 39,3% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 9,2% meira en árið 2009. Stærsti liður útfluttra sjávarafurða var frystur heill fiskur og jókst útflutningur hans um 41,7% frá árinu 2009. Sala á skipum og flugvélum dróst saman á árinu.

Innflutningur

Samkvæmt bráðabirgðatölum var verðmæti vöruinnflutnings á árinu 2010 11,3% meira á föstu gengi1 en á sama tíma árið áður. Stærstu liðir innflutnings voru hrá- og rekstrarvara með 32,8% hlutdeild og fjárfestingarvara með 22,9% hlutdeild. Af einstökum liðum varð mest aukning, í krónum talið, í hrá- og rekstrarvöru 20,2% (24,4 milljarðar), fjárfestingavöru 18,2% (15,6 milljarðar) og eldsneyti og smurolíu 16,8% (8,3 milljarðar) en samdráttur varð í innflutningi á flutningatækjum 21,9% (8,4 milljarðar).

Vöruskiptin við útlönd desember 2010
Millj. kr á gengi ársins 2010 Breytingar frá fyrra ári á föstu gengi, % jan-desember
Desember  Janúar-desember
  2009 2010 2009 2010
Útflutningur alls fob 40.168 49.594 484.527 560.647 15,7
Innflutningur alls fob 28.615 36.448 397.190 442.087 11,3
Vöruskiptajöfnuður 11.553 13.146 87.337 118.560 .

Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar-desember 2009 og 2010
Millj. kr. á gengi hvors árs Breytingar frá fyrra ári á föstu gengi, % Jan.-desember
Desember Janúar-desember
  2009 2010 2009 2010
Útflutningur alls fob 46.038,2 49.594,0 500.854,5 560.647,0 15,7
Sjávarafurðir 16.380,4 16.683,6 208.619,7 220.369,3 9,2
Landbúnaðarvörur 865,1 1.048,6 7.686,6 8.641,6 16,2
Iðnaðarvörur 27.617,9 27.989,7 243.641,0 310.932,6 31,9
Aðrar vörur 1.011,9 3.872,0 40.907,2 20.703,5 -47,7
Innflutningur alls fob 32.797,0 36.448,1 410.574,8 442.086,6 11,3
Matvörur og drykkjarvörur 3.910,5 3.698,8 41.774,1 42.838,3 6,0
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. 8.997,1 9.826,2 124.929,5 145.220,6 20,2
Eldsneyti og smurolíur 3.835,9 4.978,6 51.105,3 57.723,7 16,8
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki) 7.997,8 8.609,1 88.365,2 101.055,0 18,2
Flutningatæki 2.022,8 3.878,1 39.758,6 30.021,6 -21,9
Neysluvörur ót.a. 6.024,5 5.437,1 64.111,2 64.732,0 4,4
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur) 8,4 20,3 530,9 495,5 -3,5
Vöruskiptajöfnuður 13.241,2 13.145,8 90.279,7 118.560,4 ·

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.