Vöruskiptajöfnuður
Í nóvembermánuði voru fluttar út vörur fyrir tæpa 48,4 milljarða króna og inn fyrir 37,9 milljarða króna fob (41,1 milljarð króna cif). Vöruskiptin í nóvember, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 10,4 milljarða króna. Í nóvember 2009 voru vöruskiptin hagstæð um 1,8 milljarða króna á sama gengi¹.
Fyrstu ellefu mánuðina 2010 voru fluttar út vörur fyrir 511,1 milljarð króna en inn fyrir tæpan 402,1 milljarð króna fob (435,7 milljarða króna cif). Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd, reiknað á fob verðmæti, sem nam tæpum 109,0 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 75,1 milljarð á sama gengi¹. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 33,8 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður.
Útflutningur
Fyrstu ellefu mánuði ársins 2010 var verðmæti vöruútflutnings 67,6 milljörðum eða 15,2% meira á föstu gengi¹ en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 39,9% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 8,7% meira en á sama tíma árið áður. Útfluttar iðnaðarvörur voru 55,4% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 34,3% meira en á sama tíma árið áður. Mest aukning varð í verðmæti útflutnings iðnaðarvara, aðallega áls. Einnig varð aukning í útflutningi sjávarafurða en samdráttur varð í útflutningi á skipum og flugvélum.
Innflutningur
Fyrstu ellefu mánuði ársins 2010 var verðmæti vöruinnflutnings 33,8 milljörðum eða 9,2% meira á föstu gengi¹ en á sama tíma árið áður. Aukning varð í innflutningi á hrá- og rekstrarvöru, fjárfestingarvöru og eldsneyti en á móti kom samdráttur í innflutningi á flutningatækjum.
Vöruskiptin við útlönd nóvember 2010 | |||||
Millj. kr á gengi ársins 2010 | Breytingar frá fyrra ári á föstu gengi, % jan-nóvember | ||||
Nóvember | Janúar-nóvember | ||||
2009 | 2010 | 2009 | 2010 | ||
Útflutningur alls fob | 38.149 | 48.353 | 443.446 | 511.053 | 15,2 |
Innflutningur alls fob | 36.338 | 37.934 | 368.333 | 402.096 | 9,2 |
Vöruskiptajöfnuður | 1.811 | 10.419 | 75.113 | 108.957 | . |
Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar-nóvember 2009 og 2010 | |||||
Millj. kr. á gengi hvors árs | Breytingar frá fyrra ári á föstu gengi, % Jan.-nóvember | ||||
Nóvember | Janúar-nóvember | ||||
2009 | 2010 | 2009 | 2010 | ||
Útflutningur alls fob | 44.287,4 | 48.353,3 | 454.816,3 | 511.053,1 | 15,2 |
Sjávarafurðir | 19.407,1 | 19.812,5 | 192.239,2 | 203.685,7 | 8,7 |
Landbúnaðarvörur | 856,9 | 1.184,8 | 6.821,5 | 7.593,0 | 14,2 |
Iðnaðarvörur | 22.473,3 | 26.410,1 | 216.023,1 | 282.943,0 | 34,3 |
Aðrar vörur | 1.550,0 | 945,8 | 39.732,5 | 16.831,5 | -56,6 |
Innflutningur alls fob | 42.184,4 | 37.933,9 | 377.777,9 | 402.096,0 | 9,2 |
Matvörur og drykkjarvörur | 3.664,0 | 3.545,8 | 37.863,6 | 39.139,6 | 6,0 |
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. | 12.304,7 | 11.974,9 | 115.932,5 | 135.394,8 | 19,8 |
Eldsneyti og smurolíur | 6.183,9 | 4.912,3 | 47.269,4 | 52.736,4 | 14,4 |
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki) | 7.668,0 | 8.994,1 | 80.367,4 | 92.439,7 | 18,0 |
Flutningatæki | 5.761,1 | 1.950,6 | 37.735,8 | 22.612,2 | -38,5 |
Neysluvörur ót.a. | 6.559,5 | 6.543,9 | 58.086,8 | 59.298,2 | 4,7 |
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur) | 43,2 | 12,4 | 522,4 | 475,2 | -6,7 |
Vöruskiptajöfnuður | 2.103,0 | 10.419,4 | 77.038,5 | 108.957,1 | · |
¹Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog. Á þann mælikvarða er meðalverð erlends gjaldeyris 2,5% lægra mánuðina janúar–nóvember 2010 en sömu mánuði fyrra árs.
Í nóvember 2010 var meðalverð erlends gjaldeyris 13,9% lægra en í nóvember árið áður.
Mánaðarlegar tölur um utanríkisverslun líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta þær breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar niðurstöður fyrir hvert ár eru gefnar út á vormánuðum næsta ár á eftir.
Talnaefni
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.isDeila
Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.