FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 05. JANÚAR 2011


Vöruskiptajöfnuður
Í nóvembermánuði voru fluttar út vörur fyrir tæpa 48,4 milljarða króna og inn fyrir 37,9 milljarða króna fob (41,1 milljarð króna cif). Vöruskiptin í nóvember, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 10,4 milljarða króna. Í nóvember 2009 voru vöruskiptin hagstæð um 1,8 milljarða króna á sama gengi¹.

Fyrstu ellefu mánuðina 2010 voru fluttar út vörur fyrir 511,1 milljarð króna en inn fyrir tæpan 402,1 milljarð króna fob (435,7 milljarða króna cif). Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd, reiknað á fob verðmæti, sem nam tæpum 109,0 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 75,1 milljarð á sama gengi¹. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 33,8 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður.
  
Útflutningur
Fyrstu ellefu mánuði ársins 2010 var verðmæti vöruútflutnings 67,6 milljörðum eða 15,2% meira á föstu gengi¹ en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 39,9% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 8,7% meira en á sama tíma árið áður.  Útfluttar iðnaðarvörur voru 55,4% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 34,3% meira en á sama tíma árið áður. Mest aukning varð í verðmæti útflutnings iðnaðarvara, aðallega áls. Einnig varð aukning í útflutningi sjávarafurða en samdráttur varð í útflutningi á skipum og flugvélum.

Innflutningur
Fyrstu ellefu mánuði ársins 2010 var verðmæti vöruinnflutnings 33,8 milljörðum eða 9,2% meira á föstu gengi¹ en á sama tíma árið áður. Aukning varð í innflutningi á hrá- og rekstrarvöru, fjárfestingarvöru og eldsneyti en á móti kom samdráttur í innflutningi á flutningatækjum.

Vöruskiptin við útlönd nóvember 2010
Millj. kr á gengi ársins 2010 Breytingar frá fyrra ári á föstu gengi, % jan-nóvember
Nóvember  Janúar-nóvember
  2009 2010 2009 2010
Útflutningur alls fob 38.149 48.353 443.446 511.053 15,2
Innflutningur alls fob 36.338 37.934 368.333 402.096 9,2
Vöruskiptajöfnuður 1.811 10.419 75.113 108.957 .

Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar-nóvember 2009 og 2010
Millj. kr. á gengi hvors árs Breytingar frá fyrra ári á föstu gengi, % Jan.-nóvember
Nóvember Janúar-nóvember
  2009 2010 2009 2010
Útflutningur alls fob 44.287,4 48.353,3 454.816,3 511.053,1 15,2
Sjávarafurðir 19.407,1 19.812,5 192.239,2 203.685,7 8,7
Landbúnaðarvörur 856,9 1.184,8 6.821,5 7.593,0 14,2
Iðnaðarvörur 22.473,3 26.410,1 216.023,1 282.943,0 34,3
Aðrar vörur 1.550,0 945,8 39.732,5 16.831,5 -56,6
Innflutningur alls fob 42.184,4 37.933,9 377.777,9 402.096,0 9,2
Matvörur og drykkjarvörur 3.664,0 3.545,8 37.863,6 39.139,6 6,0
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. 12.304,7 11.974,9 115.932,5 135.394,8 19,8
Eldsneyti og smurolíur 6.183,9 4.912,3 47.269,4 52.736,4 14,4
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki) 7.668,0 8.994,1 80.367,4 92.439,7 18,0
Flutningatæki 5.761,1 1.950,6 37.735,8 22.612,2 -38,5
Neysluvörur ót.a. 6.559,5 6.543,9 58.086,8 59.298,2 4,7
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur) 43,2 12,4 522,4 475,2 -6,7
Vöruskiptajöfnuður 2.103,0 10.419,4 77.038,5 108.957,1 ·


¹Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog. Á þann mælikvarða er meðalverð erlends gjaldeyris 2,5% lægra mánuðina janúar–nóvember 2010 en sömu mánuði fyrra árs.

Í nóvember 2010 var meðalverð erlends gjaldeyris 13,9% lægra en í nóvember árið áður.

Mánaðarlegar tölur um utanríkisverslun líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta þær breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar niðurstöður fyrir hvert ár eru gefnar út á vormánuðum næsta ár á eftir.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.