Vöruskiptajöfnuður
Í septembermánuði voru fluttar út vörur fyrir 62,5 milljarða króna og inn fyrir 46,9 milljarða króna fob (50,3 milljarð króna cif). Vöruskiptin í september, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 15,5 milljarða króna. Í september 2010 voru vöruskiptin hagstæð um 11,2 milljarða króna á sama gengi¹.
Fyrstu níu mánuðina 2011 voru fluttar út vörur fyrir 459,9 milljarða króna en inn fyrir 378,4 milljarða króna fob (407,0 milljarða króna cif). Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd, reiknað á fob verðmæti, sem nam 81,5 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 86,7 milljarða á sama gengi¹. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 5,2 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður.
Útflutningur
Fyrstu níu mánuði ársins 2011 var verðmæti vöruútflutnings 51,7 milljörðum eða 12,7% meira á föstu gengi¹ en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 39,3% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 12,2% meira en á sama tíma árið áður. Útfluttar iðnaðarvörur voru 55,6% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 12,4% meira en á sama tíma árið áður. Mest aukning varð í verðmæti útflutnings iðnaðarvara, aðallega áls. Einnig varð aukning í útflutningi sjávarafurða, aðallega á frystum heilum fiski.
Innflutningur
Fyrstu níu mánuði ársins 2011 var verðmæti vöruinnflutnings 56,9 milljörðum eða 17,7% meira á föstu gengi¹ en á sama tíma árið áður. Aukning á verðmæti innflutnings varð mest í hrá- og rekstrarvöru og eldsneyti.
Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar–september 2010 og 2011 | |||||
Breytingar | |||||
frá fyrra ári | |||||
Millj. kr. á föstu gengi | á föstu | ||||
September | Jan.-september | gengi, % 1 | |||
2010 | 2011 | 2010 | 2011 | Jan.-september | |
Útflutningur alls fob | 52.080 | 62.477 | 408.215 | 459.923 | 12,7 |
Innflutningur alls fob | 40.898 | 46.945 | 321.516 | 378.381 | 17,7 |
Vöruskiptajöfnuður | 11.182 | 15.532 | 89.698 | 81.542 | . |
Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar–september 2010 og 2011 | ||||||
Breytingar | ||||||
frá fyrra ári | ||||||
Millj. kr. á gengi hvors árs | á föstu | |||||
September | Jan.-september | gengi 1) % | ||||
2010 | 2011 | 2010 | 2011 | Jan.-september | ||
Útflutningur alls fob | 49.756,0 | 62.476,5 | 415.316,5 | 459.922,8 | 12,7 | |
Sjávarafurðir | 21.493,0 | 28.569,7 | 163.867,8 | 180.662,0 | 12,2 | |
Landbúnaðarvörur | 644,9 | 589,6 | 4.984,3 | 5.882,8 | 20,1 | |
Iðnaðarvörur | 25.688,9 | 31.943,2 | 231.667,4 | 255.860,4 | 12,4 | |
Aðrar vörur | 1.929,3 | 1.373,9 | 14.797,0 | 17.517,7 | 20,5 | |
Innflutningur alls fob | 39.073,4 | 46.944,6 | 327.109,8 | 378.381,0 | 17,7 | |
Matvörur og drykkjarvörur | 3.649,6 | 4.480,0 | 31.898,6 | 35.732,1 | 14,0 | |
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. | 13.440,4 | 12.038,9 | 111.552,7 | 127.944,2 | 16,7 | |
Eldsneyti og smurolíur | 5.739,2 | 12.842,6 | 43.535,7 | 57.817,3 | 35,1 | |
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki) | 8.063,7 | 8.968,4 | 74.155,2 | 81.095,0 | 11,3 | |
Flutningatæki | 1.993,1 | 2.313,8 | 18.784,1 | 26.429,2 | 43,2 | |
Neysluvörur ót.a. | 6.145,4 | 6.217,7 | 46.752,5 | 48.852,1 | 6,3 | |
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur) | 41,9 | 83,2 | 431,0 | 511,1 | 20,7 | |
Vöruskiptajöfnuður | 10.682,6 | 15.531,9 | 88.206,7 | 81.541,8 | · |
¹Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog. Á þann mælikvarða er meðalverð erlends gjaldeyris
1,7% lægra mánuðina janúar–september 2011 en sömu mánuði fyrra árs.
Í september 2011 var meðalverð erlends gjaldeyris 4,7% hærra en í september árið áður.
Mánaðarlegar tölur um utanríkisverslun líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta þær breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar niðurstöður fyrir hvert ár eru gefnar út á vormánuðum næsta ár á eftir.
Talnaefni