Vöruskiptajöfnuður
Í ágústmánuði voru fluttar út vörur fyrir 47,1 milljarð króna og inn fyrir 48,9 milljarða króna fob (52,4 milljarða króna cif). Vöruskiptin í ágúst, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 1,8 milljarða króna. Í ágúst 2014 voru vöruskiptin hagstæð um 2,3 milljarða króna á gengi hvors árs¹.
Fyrstu átta mánuði ársins 2015 voru fluttar út vörur fyrir tæpa 432,3 milljarða króna en inn fyrir rúma 440,6 milljarða króna fob (470,3 milljarða króna cif). Halli var því á vöruskiptum við útlönd sem nam tæpum 8,4 milljörðum króna, reiknað á fob verðmæti, en á sama tíma árið áður voru vöruskiptin óhagstæð um 5,3 milljarða á gengi hvors árs¹. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 3,1 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður.
Útflutningur
Fyrstu átta mánuði ársins 2015 var verðmæti vöruútflutnings 57,9 milljörðum eða 15,5% hærra, á gengi hvors árs¹, en á sama tíma árið áður. Iðnaðarvörur voru 54,1% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 21,5% hærra en á sama tíma árið áður, aðallega vegna útflutnings á áli. Sjávarafurðir voru 41,4% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 15,3% hærra en á sama tíma árið áður, aðallega vegna útflutnings á fiskimjöli.
Innflutningur
Fyrstu átta mánuði ársins 2015 var verðmæti vöruinnflutnings 61 milljarði eða 16,1% hærra, á gengi hvors árs¹, en á sama tíma árið áður, aðallega vegna hrá- og rekstrarvöru og flugvéla. Á móti dróst innflutningur á eldsneyti saman.
Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar-ágúst 2014 og 2015 | |||||
Millj. kr. á gengi hvors árs | Breytingar frá fyrra ári á gengi hvors árs, % jan.-ágúst | ||||
Ágúst | Jan.-ágúst | ||||
2014 | 2015 | 2014 | 2015 | ||
Útflutningur alls fob | 47.893,7 | 47.109,9 | 374.375,7 | 432.280,6 | 15,5 |
Sjávarafurðir | 20.636,3 | 18.491,7 | 155.079,2 | 178.855,6 | 15,3 |
Landbúnaðarvörur | 798,4 | 886,6 | 6.570,9 | 8.564,9 | 30,3 |
Iðnaðarvörur | 25.358,9 | 25.357,9 | 192.547,1 | 233.991,8 | 21,5 |
Aðrar vörur | 1.100,1 | 2.373,8 | 20.178,4 | 10.868,2 | -46,1 |
Innflutningur alls fob | 45.562,3 | 48.903,4 | 379.686,2 | 440.642,1 | 16,1 |
Matvörur og drykkjarvörur | 4.741,1 | 5.755,6 | 36.165,9 | 45.037,1 | 24,5 |
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. | 9.776,4 | 14.415,6 | 104.412,6 | 129.580,6 | 24,1 |
Eldsneyti og smurolíur | 6.705,8 | 6.505,1 | 64.924,0 | 57.077,8 | -12,1 |
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki) | 10.077,6 | 11.172,6 | 82.697,5 | 88.054,2 | 6,5 |
Flutningatæki | 8.692,0 | 4.467,1 | 45.152,3 | 68.565,5 | 51,9 |
Neysluvörur ót.a. | 5.437,2 | 6.326,9 | 45.698,2 | 51.213,7 | 12,1 |
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur) | 132,3 | 260,4 | 635,8 | 1.113,2 | 75,1 |
Vöruskiptajöfnuður | 2.331,4 | -1.793,5 | -5.310,5 | -8.361,6 | . |
¹Hagstofa Íslands birtir ekki lengur tölur um vöruskipti á föstu gengi. Á vef Hagstofu Íslands er að finna töflu um hlutfall einstakra gjaldmiðla í vöruskiptum.
Mánaðarlegar tölur um utanríkisverslun líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta tölur fyrri mánaða árs breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar tölur fyrir hvert ár eru gefnar út á vormánuðum næsta ár á eftir.