Vöruskiptajöfnuður
Í októbermánuði voru fluttar út vörur fyrir 46,8 milljarða króna og inn fyrir tæpa 50,9 milljarða króna fob (54,4 milljarða króna cif). Vöruskiptin í október, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 4,0 milljarða króna. Í október 2014 voru vöruskiptin hagstæð um 11,4 milljarða króna á gengi hvors árs¹.
Fyrstu tíu mánuði ársins 2015 voru fluttar út vörur fyrir 527,0 milljarða króna en inn fyrir 547,7 milljarða króna fob (584,6 milljarða króna cif). Halli var því á vöruskiptum við útlönd sem nam 20,7 milljörðum króna, reiknað á fob verðmæti. Á sama tíma árið áður voru vöruskiptin óhagstæð um 3,9 milljarða á gengi hvors árs¹. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 16,8 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður.
Útflutningur
Fyrstu tíu mánuði ársins 2015 var verðmæti vöruútflutnings 35,9 milljörðum eða 7,3% hærra, á gengi hvors árs1, en á sama tíma árið áður. Iðnaðarvörur voru 53,4% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 10,7% hærra en á sama tíma árið áður, aðallega vegna útflutnings á áli. Sjávarafurðir voru 42,0% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 7,9% hærra en á sama tíma árið áður, aðallega vegna útflutnings á fiskimjöli. Á móti dróst útflutningur á heilfrystum fiski saman.
Innflutningur
Fyrstu tíu mánuði ársins 2015 var verðmæti vöruinnflutnings 52,7 milljörðum eða 10,7% hærra, á gengi hvors árs¹, en á sama tíma árið áður, aðallega vegna hrá- og rekstrarvöru og flugvéla. Á móti dróst innflutningur á eldsneyti saman.
Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar-október 2014 og 2015 | |||||
Millj. kr. á gengi hvors árs | Breytingar frá fyrra ári á gengi hvors árs, % jan.-október | ||||
Október | Jan.-október | ||||
2014 | 2015 | 2014 | 2015 | ||
Útflutningur alls fob | 61.686,6 | 46.836,0 | 491.068,6 | 526.957,0 | 7,3 |
Sjávarafurðir | 25.594,4 | 19.994,5 | 205.162,8 | 221.339,7 | 7,9 |
Landbúnaðarvörur | 1.460,7 | 1.257,7 | 8.928,5 | 10.934,1 | 22,5 |
Iðnaðarvörur | 33.232,1 | 24.580,8 | 254.432,8 | 281.608,5 | 10,7 |
Aðrar vörur | 1.399,4 | 1.003,0 | 22.544,5 | 13.074,7 | -42,0 |
Innflutningur alls fob | 50.246,8 | 50.865,2 | 494.961,6 | 547.692,4 | 10,7 |
Matvörur og drykkjarvörur | 4.629,0 | 4.484,0 | 45.567,7 | 55.576,5 | 22,0 |
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. | 14.762,2 | 13.739,5 | 134.482,5 | 158.997,2 | 18,2 |
Eldsneyti og smurolíur | 8.794,4 | 5.307,4 | 90.387,1 | 73.060,1 | -19,2 |
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki) | 10.829,4 | 13.360,0 | 102.967,1 | 112.091,5 | 8,9 |
Flutningatæki | 3.688,2 | 6.751,9 | 59.014,5 | 80.426,2 | 36,3 |
Neysluvörur ót.a. | 7.530,6 | 7.205,4 | 60.603,9 | 66.387,5 | 9,5 |
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur) | 13,0 | 17,1 | 1.938,8 | 1.153,5 | -40,5 |
Vöruskiptajöfnuður | 11.439,8 | -4.029,2 | -3.893,0 | -20.735,4 | . |
¹Hagstofa Íslands birtir ekki lengur tölur um vöruskipti á föstu gengi. Á vef Hagstofu Íslands er að finna töflu um hlutfall einstakra gjaldmiðla í vöruskiptum.
Mánaðarlegar tölur um utanríkisverslun líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta tölur fyrri mánaða árs breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar tölur fyrir hvert ár eru gefnar út á vormánuðum næsta ár á eftir.