Vöruskiptajöfnuður
Í septembermánuði voru fluttar út vörur fyrir rúma 47,8 milljarða króna og inn fyrir tæpa 54,3 milljarða króna fob (57,9 milljarða króna cif). Vöruskiptin í september, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 6,4 milljarða króna. Í september 2014 voru vöruskiptin óhagstæð um 10 milljarða króna á gengi hvors árs¹.
Fyrstu níu mánuði ársins 2015 voru fluttar út vörur fyrir 480,1 milljarð króna en inn fyrir 494,8 milljarða króna fob (528,2 milljarða króna cif). Halli var því á vöruskiptum við útlönd sem nam 14,7 milljörðum króna, reiknað á fob verðmæti. Á sama tíma árið áður voru vöruskiptin óhagstæð um 15,3 milljarða á gengi hvors árs¹. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 0,6 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður.
Útflutningur
Fyrstu níu mánuði ársins 2015 var verðmæti vöruútflutnings 50,7 milljörðum hærra eða 11,8%, á gengi hvors árs¹, en á sama tíma árið áður. Iðnaðarvörur voru 53,5% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 16,2% hærra en á sama tíma árið áður, aðallega vegna útflutnings á áli og álafurðum. Sjávarafurðir voru 41,9% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 12,1% hærra en á sama tíma árið áður, aðallega vegna útflutnings á fiskimjöli.
Innflutningur
Fyrstu þrjá ársfjórðunga ársins 2015 var verðmæti vöruinnflutnings 50,1 milljarði hærra eða 11,3%, á gengi hvors árs¹, en á sama tíma árið áður, aðallega vegna hrá- og rekstrarvöru og flugvéla. Á móti dróst innflutningur á eldsneyti saman.
Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar-september 2014 og 2015 | |||||
Millj. kr. á gengi hvors árs | Breytingar frá fyrra ári á gengi hvors árs, % jan.-ágúst | ||||
September | Jan.-september | ||||
2014 | 2015 | 2014 | 2015 | ||
Útflutningur alls fob | 55.006,3 | 47.836,3 | 429.382,0 | 480.120,9 | 11,8 |
Sjávarafurðir | 24.489,3 | 22.485,5 | 179.568,5 | 201.345,2 | 12,1 |
Landbúnaðarvörur | 896,8 | 1.111,4 | 7.467,8 | 9.676,4 | 29,6 |
Iðnaðarvörur | 28.653,5 | 23.035,9 | 221.200,7 | 257.027,7 | 16,2 |
Aðrar vörur | 966,6 | 1.203,5 | 21.145,1 | 12.071,7 | -42,9 |
Innflutningur alls fob | 65.028,5 | 54.269,8 | 444.714,8 | 494.845,9 | 11,3 |
Matvörur og drykkjarvörur | 4.772,8 | 6.050,2 | 40.938,7 | 51.092,6 | 24,8 |
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. | 15.307,7 | 15.710,8 | 119.720,2 | 145.253,4 | 21,3 |
Eldsneyti og smurolíur | 16.668,7 | 8.678,6 | 81.592,7 | 65.756,4 | -19,4 |
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki) | 9.440,3 | 10.695,2 | 92.137,7 | 98.737,1 | 7,2 |
Flutningatæki | 10.174,0 | 5.130,4 | 55.326,3 | 73.675,0 | 33,2 |
Neysluvörur ót.a. | 7.375,0 | 7.981,9 | 53.073,2 | 59.195,4 | 11,5 |
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur) | 1.290,0 | 22,9 | 1.925,8 | 1.136,1 | -41,0 |
Vöruskiptajöfnuður | -10.022,3 | -6.433,6 | -15.332,8 | -14.725,0 | . |
¹Hagstofa Íslands birtir ekki lengur tölur um vöruskipti á föstu gengi. Á vef Hagstofu Íslands er að finna töflu um hlutfall einstakra gjaldmiðla í vöruskiptum.
Mánaðarlegar tölur um utanríkisverslun líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta tölur fyrri mánaða árs breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar tölur fyrir hvert ár eru gefnar út á vormánuðum næsta ár á eftir.