Vinsamlega athugið að þessari fréttatilkynningu hefur verið breytt frá upprunalegri útgáfu. Ný fréttatilkynning var gefin út í staðinn.
Vöruskiptajöfnuður
Samkvæmt bráðabirgðatölum voru fyrir allt árið 2011 fluttar út vörur fyrir 626,4 milljarða króna en inn fyrir 521,9 milljarð króna fob (560,6 milljarða króna cif). Afgangur var á vöruskiptunum við útlönd, reiknað á fob verðmæti, sem nam 104,5 milljörðum en árið áður voru þau hagstæð um 119,9 milljarða á sama gengi¹.
Vöruskiptajöfnuðurinn var því 15,4 milljörðum króna óhagstæðari en árið áður.
Samkvæmt bráðabirgðatölum voru í desembermánuði fluttar út vörur fyrir 60,4 milljarða króna og inn fyrir 53,4 milljarða króna fob (56,6 milljarða króna cif). Vöruskiptin í desember, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 6,9 milljarða króna. Í desember 2010 voru vöruskiptin hagstæð um 14,6 milljarða króna á sama gengi.¹
Í bráðabirgðatölum fyrir árið hefur verið leiðrétt fyrir verslun með skip og flugvélar á árinu 2011.
Útflutningur
Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir árið 2011 var heildarverðmæti vöruútflutnings 11,9% meiri en árið áður á föstu gengi¹. Iðnaðarvörur voru 53,6% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 8,2% meira á árinu 2011 en árið áður. Ál og afurðir áls vó þyngst í útflutningi iðnaðarvara auk þess að aukast mest, í krónum talið, frá árinu 2010 (13,9 milljarðar). Sjávarafurðir voru 40,2% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 14,4% meira en árið 2010. Stærsti liður útfluttra sjávarafurða voru fryst fiskflök en útflutningur sjávarafurða, í krónum talið, jókst mest á frystum heilum fiski (16,7 milljarðar).
Innflutningur
Samkvæmt bráðabirgðatölum var verðmæti vöruinnflutnings á árinu 2011 18,7% meira á föstu gengi¹ en á sama tíma árið áður. Stærstu liðir innflutnings voru hrá- og rekstrarvara með 31,7% hlutdeild og fjárfestingarvara með 21,9% hlutdeild. Af einstökum liðum varð mest aukning, í krónum talið, í hrá- og rekstrarvöru 14,0% (20,3 milljarðar) og eldsneyti og smurolíu 32,4% (18,7 milljarðar).
Vöruskiptin við útlönd desember 2011 | |||||
Millj. kr á gengi ársins 2011 | Breytingar frá fyrra ári á föstu gengi, % jan-desember | ||||
Desember | Janúar-desember | ||||
2010 | 2011 | 2010 | 2011 | ||
Útflutningur alls fob | 52.880 | 60.360 | 559.574 | 626.396 | 11,9 |
Innflutningur alls fob | 38.269 | 53.447 | 439.675 | 521.938 | 18,7 |
Vöruskiptajöfnuður | 14.611 | 6.913 | 119.899 | 104.458 | . |
Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar-desember 2010 og 2011 | |||||
Millj. kr. á gengi hvors árs | Breytingar frá fyrra ári á föstu gengi, % Jan.-desember | ||||
Desember | Janúar-desember | ||||
2010 | 2011 | 2010 | 2011 | ||
Útflutningur alls fob | 50.404,9 | 60.360,0 | 561.032,2 | 626.396,1 | 11,9 |
Sjávarafurðir | 16.688,8 | 22.340,8 | 220.487,8 | 251.600,7 | 14,4 |
Landbúnaðarvörur | 1.827,3 | 1.213,6 | 8.969,6 | 9.334,3 | 4,3 |
Iðnaðarvörur | 28.011,3 | 27.229,6 | 311.012,3 | 335.566,8 | 8,2 |
Aðrar vörur | 3.877,5 | 9.576,0 | 20.562,5 | 29.894,3 | 45,8 |
Innflutningur alls fob | 36.477,7 | 53.447,3 | 440.820,9 | 521.938,0 | 18,7 |
Matvörur og drykkjarvörur | 3.716,5 | 3.807,5 | 42.754,3 | 47.951,8 | 12,5 |
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. | 9.819,1 | 9.273,5 | 145.311,0 | 165.229,0 | 14,0 |
Eldsneyti og smurolíur | 4.978,6 | 5.395,6 | 57.723,7 | 76.236,0 | 32,4 |
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki) | 8.629,4 | 10.789,4 | 99.823,3 | 114.331,6 | 14,8 |
Flutningatæki | 3.878,1 | 12.505,4 | 29.981,4 | 44.020,3 | 47,2 |
Neysluvörur ót.a. | 5.435,7 | 6.747,2 | 64.732,3 | 68.557,9 | 6,2 |
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur) | 20,3 | 4.928,7 | 495,0 | 5.611,3 | · |
Vöruskiptajöfnuður | 13.927,2 | 6.912,7 | 120.211,2 | 104.458,1 | · |
¹Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog. Á þann mælikvarða er meðalverð erlends gjaldeyris 0,3% lægra mánuðina janúar–desember 2011 en sömu mánuði fyrra árs.
Í desember 2011 var meðalverð erlends gjaldeyris 4,9% hærra en í desember árið áður.
Mánaðarlegar tölur um utanríkisverslun líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta þær breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar niðurstöður fyrir árið 2011 verða gefnar út í apríl 2012.
Talnaefni