Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir janúar 2012 var útflutningur fob tæpir 49,3 milljarðar króna og innflutningur fob 37,2 milljarðar króna. Vöruskiptin í janúar, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 12,0 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum.

Vegna umfangsmikilla breytinga sem urðu á tollskrárnúmerum um áramótin, bæði hér á landi og erlendis, er ekki hægt að birta nú sundurliðunartöflu með helstu liðum samkvæmt venju. Tollskrárnúmerin tengjast alþjóðlegum flokkunarkerfum sem sundurliðunin byggir á og eru alþjóðastofnanir ekki búnar að uppfæra flokkunarkerfin í samræmi við breytingarnar.