Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir ágúst 2009 nam útflutningur fob 44,1 milljarði króna og innflutningur fob 31,5 milljörðum króna. Vöruskiptin í ágúst, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 12,6 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum.
Vísbendingar eru um meira verðmæti útfluttra sjávarafurða og iðnaðarvara og minna verðmæti innflutts eldsneytis í ágúst 2009 miðað við júlí 2009.
Í ljós hefur komið að skil á tollskýrslum hefur verið ábótavant fyrir innflutning á hrá- og rekstrarvörum á fyrri mánuðum þessa árs. Því þarf að leiðrétta innflutningstölur fyrri mánuði ársins. Leiðréttar tölur verða gefnar út með útgáfu talna um vöruskiptin janúar-ágúst í lok þessa mánaðar. Fyrstu niðurstöður benda til að afgangur á vöruskiptajöfnuði í janúar-júlí sé af þessum sökum ofmetinn um tæplega 8 milljarða.