Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir mars 2008 nam útflutningur fob tæpum 31,2 milljörðum króna og innflutningur fob 36,4 milljörðum króna. Vöruskiptin í mars, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 5,3 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum. Vísbendingar eru um mikla aukningu á útflutningi á áli í marstölum miðað við janúar og febrúar 2008.
Talnaefni