Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir mars 2009 nam útflutningur fob 34,9 milljörðum króna og innflutningur fob 26,6 milljörðum króna. Vöruskiptin í mars, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 8,3 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum.
Hvað varðar útflutning eru vísbendingar um meira verðmæti útfluttra sjávarafurða og kísiljárns en minna verðmæti útfluttra skipa í mars 2009 miðað við febrúar 2009. Hvað varðar innflutning eru vísbendingar um minna verðmæti innfluttra hrá- og rekstrarvara en meira verðmæti innfluttra neysluvara annarra en mat- og drykkjarvara í mars 2009 miðað við febrúar 2009.
Talnaefni