FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 05. NÓVEMBER 2008

Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir október 2008 nam útflutningur fob 47,0 milljörðum króna og innflutningur fob 36,4 milljörðum króna. Vöruskiptin í október, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 10,6 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum.

Athygli skal vakin á því að samkvæmt alþjóðlegum stöðlum er verðmæti inn- og útflutnings mælt þegar vörur fara yfir landamæri óháð því hvenær gjaldeyrisskil vegna þeirra  fara fram, en verulegar tafir hafa orðið á þeim í október eins og kunnugt er.

Vísbendingar eru um aukið verðmæti útfluttra sjávarafurða og iðnaðarvara en minni útflutning flugvéla og innflutningur flestra liða er minni í október miðað við september 2008.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.