Vöruskiptajöfnuður
Í aprílmánuði voru fluttar út vörur fyrir 31,7 milljarða króna og inn fyrir 29,4 milljarða króna fob (32,1 milljarð króna cif). Vöruskiptin í apríl, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 2,3 milljarða króna. Í apríl 2008 voru vöruskiptin óhagstæð um 0,9 milljarða króna á sama gengi¹.
Fyrstu fjóra mánuðina 2009 voru fluttar út vörur fyrir 132,4 milljarða króna en inn fyrir 115,5 milljarða króna fob (126,2 milljarða króna cif). Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd, reiknað á fob verðmæti, sem nam 16,9 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 37,8 milljarða á sama gengi¹. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 54,7 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður.
Útflutningur
Fyrstu fjóra mánuði ársins 2009 var verðmæti vöruútflutnings 43,2 milljörðum eða 24,6% minna á föstu gengi¹ en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 43,6% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 20,2% minna en á sama tíma árið áður. Útfluttar iðnaðarvörur voru 48,3% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 20,8% minna en á sama tíma árið áður. Mestur samdráttur varð í verðmæti útflutnings iðnaðarvara, aðallega áls, en einnig var samdráttur í útflutningi á sjávarafurðum.
Innflutningur
Fyrstu fjóra mánuði ársins 2009 var verðmæti vöruinnflutnings 97,9 milljörðum eða 45,9% minna á föstu gengi¹ en á sama tíma árið áður. Samdráttur varð í verðmæti nær allra liða innflutnings, mest í fjárfestingavöru, hrá- og rekstrarvöru og flutningatækjum.
Vöruskiptin við útlönd janúar-apríl 2009 | |||||
Millj. kr á gengi ársins 2009 | Breytingar frá fyrra ári á föstu gengi, % Jan.-apríl | ||||
Apríl | Janúar-apríl | ||||
2008 | 2009 | 2008 | 2009 | ||
Útflutningur alls fob | 57.712 | 31.709 | 175.613 | 132.400 | -24,6 |
Innflutningur alls fob | 58.594 | 29.403 | 213.440 | 115.525 | -45,9 |
Vöruskiptajöfnuður | -882 | 2.306 | -37.826 | 16.875 | . |
Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar-apríl 2008 og 2009 | |||||
Millj. kr. á gengi hvors árs | Breytingar frá fyrra ári á föstu gengi, % Jan.-apríl | ||||
Apríl | Janúar-apríl | ||||
2008 | 2009 | 2008 | 2009 | ||
Útflutningur alls fob | 40.072,5 | 31.709,3 | 118.306,0 | 132.400,0 | -24,6 |
Sjávarafurðir | 16.111,4 | 15.023,1 | 48.665,0 | 57.669,0 | -20,2 |
Landbúnaðarvörur | 315,5 | 476,7 | 1.492,6 | 2.644,7 | 19,4 |
Iðnaðarvörur | 15.755,5 | 14.595,8 | 54.401,3 | 63.988,7 | -20,8 |
Aðrar vörur | 7.890,2 | 1.613,7 | 13.747,1 | 8.097,6 | -60,3 |
Innflutningur alls fob | 40.684,7 | 29.402,7 | 143.788,5 | 115.525,4 | -45,9 |
Matvörur og drykkjarvörur | 3.074,1 | 3.210,1 | 10.767,5 | 11.707,2 | -26,8 |
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. | 12.995,9 | 10.389,2 | 41.517,6 | 38.531,2 | -37,5 |
Eldsneyti og smurolíur | 4.273,8 | 2.724,4 | 13.719,3 | 12.771,9 | -37,3 |
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki) | 9.591,6 | 7.015,2 | 35.301,5 | 27.214,9 | -48,1 |
Flutningatæki | 4.573,7 | 1.438,5 | 20.318,3 | 7.702,6 | -74,5 |
Neysluvörur ót.a. | 6.149,3 | 4.583,9 | 22.084,8 | 17.415,0 | -46,9 |
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur) | 26,3 | 41,5 | 79,7 | 182,5 | 54,3 |
Vöruskiptajöfnuður | -612,2 | 2.306,5 | -25.482,6 | 16.874,6 | · |
¹ Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog. Á þann mælikvarða er meðalverð erlends gjaldeyris 48,4% hærra mánuðina janúar–apríl 2009 en sömu mánuði fyrra árs.
Í apríl 2009 var meðalverð erlends gjaldeyris 44,0% hærra en í apríl árið áður.
Mánaðarlegar tölur um utanríkisverslun líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta þær breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar niðurstöður fyrir hvert ár eru gefnar út á vormánuðum næsta ár á eftir.