FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 31. MARS 2009


Vöruskiptajöfnuður
Í febrúarmánuði voru fluttar út vörur fyrir 32,3 milljarða króna og inn fyrir 26,4 milljarða króna fob (28,6 milljarða króna cif). Vöruskiptin í febrúar, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 5,9 milljarða króna. Í febrúar 2008 voru vöruskiptin óhagstæð um 18,6 milljarða króna á sama gengi¹.

Fyrstu tvo mánuðina 2009 voru fluttar út vörur fyrir 65,9 milljarða króna en inn fyrir 59,6 milljarða króna fob (65,3 milljarða króna cif). Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd, reiknað á fob verðmæti, sem nam 6,3 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 35,9 milljarða á sama gengi¹. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 42,2 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður.
 
Útflutningur
Fyrstu tvo mánuði ársins 2009 var verðmæti vöruútflutnings 4,2 milljörðum eða 6,0% minna á föstu gengi¹ en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 42% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 13,6% minna en á sama tíma árið áður.  Útfluttar iðnaðarvörur voru 49% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 5,4% minna en á sama tíma árið áður. Mestur samdráttur varð í útflutningi sjávarafurða, aðallega frystra flaka en á móti kom aukning í útflutningi áls og skipa og flugvéla.

Innflutningur
Fyrstu tvo mánuði ársins 2009 var verðmæti vöruinnflutnings 46,5 milljörðum eða 43,8% minna á föstu gengi¹ en á sama tíma árið áður. Mestur varð samdrátturinn í innflutningi á flutningatækjum, aðallega fólksbílum, og í innflutningi á fjárfestingavöru og neysluvöru annarri en mat- og drykkjarvöru.

Vöruskiptin við útlönd janúar-febrúar 2009
Millj. kr á gengi ársins 2009 Breytingar frá fyrra ári á föstu gengi, %  Jan.-febrúar
Febrúar  Janúar-febrúar
  2008 2009 2008 2009
Útflutningur alls fob 28.692 32.350 70.146 65.918 -6,0
Innflutningur alls fob 47.341 26.409 106.098 59.628 -43,8
Vöruskiptajöfnuður 18.649 5.941 -35.952 6.290 .

Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar-febrúar 2008 og 2009
Millj. kr. á gengi hvors árs Breytingar frá fyrra ári á föstu gengi, % Jan.-febr.
Febrúar Janúar-febrúar
  2008 2009 2008 2009
Útflutningur alls fob 19.356,6 32.349,9 43.948,6 65.918,1 -6,0
Sjávarafurðir 9.441,3 14.123,2 19.906,1 27.443,4 -13,6
Landbúnaðarvörur 346,8 699,1 947,9 1.548,0 2,3
Iðnaðarvörur 8.983,1 14.747,0 21.351,6 32.232,7 -5,4
Aðrar vörur 585,4 2.780,6 1.743,1 4.693,9 68.7
Innflutningur alls fob 31.937,5 26.408,9 66.473,3 59.627,9 -43,8
Matvörur og drykkjarvörur 2.238,8 2.344,9 4.435,2 4.903,1 -30,7
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. 8.934,3 8.857,2 17.746,5 21.867,8 -22,8
Eldsneyti og smurolíur 3.857,7 2.759,0 7.247,6 7.906,2 -31,7
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki) 7.190,5 6.340,0 14.652,4 12.896,7 -44,9
Flutningatæki 4.305,6 2.037,2 11.718,5 4.050,4 -78,3
Neysluvörur ót.a. 5.391,5 690,3 10.627,3 7.886,6 -53,5
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur) 19,0 87,8 45,8 117,3 60,5
Vöruskiptajöfnuður -12.580,9 5.941,0 -22.524,7 6.290,1 .

¹Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog. Á þann mælikvarða er meðalverð erlends gjaldeyris 59,6% hærra mánuðina janúar–febrúar 2009 en sömu mánuði fyrra árs.

Í febrúar 2009 var meðalverð erlends gjaldeyris 48,2% hærra en í febrúar árið áður.

Mánaðarlegar tölur um utanríkisverslun líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta þær breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar niðurstöður fyrir hvert ár eru gefnar út á vormánuðum næsta ár á eftir.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.