FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 30. APRÍL 2009


Vöruskiptajöfnuður
Í marsmánuði voru fluttar út vörur fyrir 34,7 milljarða króna og inn fyrir 26,5 milljarða króna fob (28,8 milljarða króna cif). Vöruskiptin í mars, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 8,3 milljarða króna. Í mars 2008 voru vöruskiptin óhagstæð um 3,1 milljarð króna á sama gengi¹.

Fyrstu þrjá mánuðina 2009 voru fluttar út vörur fyrir 100,7 milljarða króna en inn fyrir 86,1 milljarð króna fob (94,1 milljarða króna cif). Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd, reiknað á fob verðmæti, sem nam 14,6 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 37,5 milljarða á sama gengi¹. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 52,1 milljarði króna hagstæðari en á sama tíma árið áður.
 
Útflutningur
Fyrstu þrjá mánuði ársins 2009 var verðmæti vöruútflutnings 17,4 milljörðum eða 14,7% minna á föstu gengi¹ en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 42% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 13,2% minna en á sama tíma árið áður.  Útfluttar iðnaðarvörur voru 49% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 15,3% minna en á sama tíma árið áður. Mestur samdráttur varð í verðmæti útflutnings iðnaðarvara, aðallega áls.

Innflutningur
Fyrstu þrjá mánuði ársins 2009 var verðmæti vöruinnflutnings 69,4 milljörðum eða 44,6% minna á föstu gengi1 en á sama tíma árið áður. Samdráttur varð í verðmæti nær allra liða innflutnings, mest í fjárfestingavöru og flutningatækjum.

Vöruskiptin við útlönd janúar-mars 2009
Millj. kr á gengi ársins 2009 Breytingar frá fyrra ári á föstu gengi, %  Jan.-mars
Mars  Janúar-mars
  2008 2009 2008 2009
Útflutningur alls fob 45.935 34.738 118.039 100.685 -14,7
Innflutningur alls fob 49.078 26.483 155.563 86.123 -44,6
Vöruskiptajöfnuður -3.143 8.256 37.524 14.562 .

Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar-mars 2008 og 2009
Millj. kr. á gengi hvors árs Breytingar frá fyrra ári á föstu gengi, % Jan.-mars
Mars Janúar-mars
  2008 2009 2008 2009
Útflutningur alls fob 34.284,8 34.738,4 78.233,4 100.684,6 -14,7
Sjávarafurðir 12.565,1 15.176,6 32.553,6 42.645,5 -13,2
Landbúnaðarvörur 229,2 620,0 1.177,1 2.168,0 22,1
Iðnaðarvörur 17.294,2 17.151,6 38.645,8 49.387,2 -15,3
Aðrar vörur 4.113,9 1.790,1 5.857,0 6.484,0 -26,6
Innflutningur alls fob 36.630,6 26.482,7 103.103,9 86.122,9 -44,6
Matvörur og drykkjarvörur 3.073,7 3.002,2 7.693,4 8.497,2 -26,8
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. 10.975,9 6.772,1 28.521,7 28.138,4 -34,6
Eldsneyti og smurolíur 2.198,0 2.154,4 9.445,5 10.047,5 -29,5
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki) 9.863,1 7.140,0 25.709,9 20.199,2 -47,9
Flutningatæki 4.695,6 2.198,7 15.744,5 6.264,2 -73,6
Neysluvörur ót.a. 5.814,5 5.188,1 15.935,5 12.835,4 -46,6
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur) 9,7 27,2 53,3 141,0 75,2
Vöruskiptajöfnuður -2.345,7 8.255,7 -24.870,4 14.561,7 ·


¹ Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog. Á þann mælikvarða er meðalverð erlends gjaldeyris 50,9% hærra mánuðina janúar–mars 2009 en sömu mánuði fyrra árs.

Í mars 2009 var meðalverð erlends gjaldeyris 34,0% hærra en í mars árið áður.

Mánaðarlegar tölur um utanríkisverslun líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta þær breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar niðurstöður fyrir hvert ár eru gefnar út á vormánuðum næsta ár á eftir

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.