FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 28. NÓVEMBER 2008


Vöruskiptajöfnuður
Í októbermánuði voru fluttar út vörur fyrir 47,2 milljarða króna og inn fyrir 36,3 milljarða króna fob (39,5 milljarða króna cif). Vöruskiptin í október, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 10,9 milljarða króna. Í október 2007 voru vöruskiptin óhagstæð um 15,0 milljarða króna á sama gengi¹.

Fyrstu tíu mánuðina 2008 voru fluttar út vörur fyrir 369,7 milljarða króna en inn fyrir 401,5 milljarð króna fob (435,9 milljarða króna cif). Halli var á vöruskiptunum við útlönd, reiknað á fob verðmæti, sem nam 31,8 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 110,8 milljarða á sama gengi¹. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 79,0 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður.
 
Útflutningur
Fyrstu tíu mánuði ársins 2008 var verðmæti vöruútflutnings 46,1 milljarði eða 14,2% meira á föstu gengi¹ en á sama tíma árið áður. Iðnaðarvörur voru 51,8% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 52,3% meira en árið áður. Sjávarafurðir voru 36,0% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 4,5% minna en á sama tíma árið áður.  Mest aukning var í útflutningi á áli en á móti kom samdráttur í útflutningi sjávarafurða, auk þess sem sölur á skipum og flugvélum til útlanda drógust saman.

Innflutningur
Fyrstu tíu mánuði ársins 2008 var verðmæti vöruinnflutnings 32,9 milljörðum eða 7,6% minna á föstu gengi¹ en á sama tíma árið áður. Mestur varð samdrátturinn í innflutningi á flutningatækjum, aðallega fólksbílum og flugvélum og í innflutningi á fjárfestingavöru og neysluvöru annarri en mat- og drykkjarvöru en á móti kom aukning í innflutningi á hrá- og rekstrarvörum og í verðmæti innflutnings á eldsneyti og smurolíum.

Vöruskiptin við útlönd október 2008
Millj. kr á gengi ársins 2008 Breytingar frá fyrra ári á föstu gengi, %  Jan.-október
Október  Janúar-október
  2007 2008 2007 2008
Útflutningur alls fob 58.426 47.170 323.593 369.664 14,2
Innflutningur alls fob 73.378 36.273 434.367 401.501 -7,6
Vöruskiptajöfnuður -14.952 10.897 -110.774 -31.838 ·

Verðmæti útflutnings og innflutnings í október 2007 og 2008
Millj. kr. á gengi hvors árs Breytingar frá fyrra ári á föstu gengi, % Jan.-október
Október Janúar-október
  2007 2008 2007 2008
Útflutningur alls fob 33.472,4 47.169,9 243.541,2 369.663,5 14,2
Sjávarafurðir 12.849,3 18.011,7 105.055,5 133.262,0 -4,5
Landbúnaðarvörur 444,3 619,7 2.734,2 4.276,4 17,7
Iðnaðarvörur 9.768,0 26.567,2 94.626,4 191.461,4 52,3
Aðrar vörur 10.410,8 1.971,4 41.125,1 40.663,6 -25,6
Innflutningur alls fob 42.038,6 36.273,2 326.911,3 401.501,1 -7,6
Matvörur og drykkjarvörur 2.311,9 2.976,0 20.835,3 28.842,7 4,2
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. 8.333,3 12.348,0 80.468,4 125.166,0 17,1
Eldsneyti og smurolíur 3.283,6 6.073,2 29.192,4 49.642,6 28,0
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki) 6.728,1 7.262,2 71.892,1 82.232,9 -13,9
Flutningatæki 14.816,8 2.060,5 73.733,9 57.425,8 -41,4
Neysluvörur ót.a. 6.533,0 5.539,0 50.511,7 57.870,8 -13,8
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur) 31,9 14,3 277,5 320,4 -13,1
Vöruskiptajöfnuður -8.566,2 10.896,7 -83.370,1 -31.837,6 .

¹ Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog. Á þann mælikvarða er meðalverð erlends gjaldeyris 32,9% hærra mánuðina janúar–október 2008 en sömu mánuði fyrra árs.

Í október 2008 var meðalverð erlends gjaldeyris 74,5% hærra en í október árið áður.

Mánaðarlegar tölur um utanríkisverslun líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta þær breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar niðurstöður fyrir hvert ár eru gefnar út í febrúar næsta ár.

Frá og með 1. febrúar 2008 breyttist umreikningur vöru í erlendum gjaldeyri til íslenskra króna. Áður var  mánaðarlegt sölugengi notað við verðmætisútreikning innflutnings og mánaðarlegt kaupgengi við verðmætisútreikning útflutnings. Nú er miðað við daglegt miðgengi viðkomandi gjaldmiðla fyrir innflutning og útflutning eins og það er skráð af Seðlabanka Íslands síðasta virka dag á undan tollafgreiðsludegi. Vöruskiptin frá og með febrúartölum eru því ekki fyllilega sambærileg við niðurstöður janúarmánaðar né tölur síðasta árs.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.