Vöruskiptajöfnuður
Í septembermánuði voru fluttar út vörur fyrir 18,1 milljarð króna og inn fyrir 28,0 milljarða króna fob (30,5 milljarða króna cif). Vöruskiptin í september, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 9,9 milljarða króna. Í september 2006 voru vöruskiptin óhagstæð um 7,2 milljarða króna á sama gengi¹.
Fyrstu níu mánuðina 2007 voru fluttar út vörur fyrir 194,6 milljarða króna en inn fyrir 272,2 milljarða króna fob (295,8 milljarð króna cif). Halli var á vöruskiptunum við útlönd, reiknað á fob verðmæti, sem nam 77,6 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um tæpa 111 milljarða á sama gengi¹. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 33,4 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður.
Útflutningur
Fyrstu níu mánuði ársins 2007 var verðmæti vöruútflutnings 14,9 milljörðum eða 8% meira á föstu gengi¹ en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 47% alls útflutnings og var verðmæti þeirra tæplega 1% minna en á sama tíma árið áður. Útfluttar iðnaðarvörur voru 43% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 28% meira en árið áður. Aukningu útflutnings má einna helst rekja til aukins álútflutnings en einnig varð aukning í útflutningi á kísiljárni. Á móti kom samdráttur í sölu á skipum og flugvélum og lyfjum og lækningatækjum.
Innflutningur
Fyrstu níu mánuði ársins 2007 var verðmæti vöruinnflutnings 18,4 milljörðum eða 6% minna á föstu gengi¹ en á sama tíma árið áður. Mestur varð samdráttur í innflutningi á flugvélum og fjárfestingarvöru en á móti kom aukning í innflutningi á mat- og drykkjarvöru og annarri neysluvöru.
Vöruskiptin við útlönd september 2007 | |||||
Millj. kr á gengi ársins 2007 | Breytingar frá fyrra ári á föstu gengi, % Jan.-september | ||||
September | Janúar-september | ||||
2006 | 2007 | 2006 | 2007 | ||
Útflutningur alls fob | 24.805 | 18.110 | 179.717 | 194.599 | 8,3 |
Innflutningur alls fob | 32.032 | 28.043 | 290.687 | 272.243 | -6,4 |
Vöruskiptajöfnuður | -7.227 | -9.933 | -110.970 | -77.644 | · |
Verðmæti útflutnings og innflutnings í september 2006 og 2007 | |||||
Millj. kr. á gengi hvors árs | Breytingar frá fyrra ári á föstu gengi, % Jan.-september | ||||
September | Janúar-september | ||||
2006 | 2007 | 2006 | 2007 | ||
Útflutningur alls fob | 25.357,9 | 18.110,0 | 182.416,5 | 194.598,7 | 8,3 |
Sjávarafurðir | 11.328,0 | 8.592,6 | 94.281,1 | 92.206,1 | -0,7 |
Landbúnaðarvörur | 405,1 | 262,0 | 2.755,1 | 2.290,1 | -15,6 |
Iðnaðarvörur | 9.229,9 | 8.280,7 | 66.634,3 | 83.859,8 | 27,7 |
Aðrar vörur | 4.394,9 | 974,7 | 18.746,1 | 16.242,7 | -12,1 |
Innflutningur alls fob | 32.746,2 | 28.043,3 | 295.053,4 | 272.242,9 | -6,4 |
Matvörur og drykkjarvörur | 1.894,6 | 2.109,8 | 16.347,9 | 18.592,3 | 15,4 |
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. | 7.610,4 | 6.864,7 | 73.819,2 | 72.087,2 | -0,9 |
Eldsneyti og smurolíur | 6.026,5 | 3.862,6 | 27.206,2 | 25.870,1 | -3,5 |
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki) | 6.294,5 | 5.598,2 | 73.418,3 | 65.148,6 | -9,9 |
Flutningatæki | 6.125,4 | 4.074,0 | 63.633,8 | 46.162,0 | -26,4 |
Neysluvörur ót.a. | 4.758,6 | 5.522,0 | 40.307,3 | 44.137,0 | 11,1 |
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur) | 36,3 | 11,9 | 320,8 | 245,7 | -22,3 |
Vöruskiptajöfnuður | -7.388,3 | -9.933,3 | -112.636,9 | -77.644,2 | · |
¹ Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog. Á þann mælikvarða er meðalverð erlends gjaldeyris 1,5% lægra mánuðina janúar–september 2007 en sömu mánuði fyrra árs.
Í september 2007 var meðalverð erlends gjaldeyris 2,2% lægra en í september árið áður.
Mánaðarlegar tölur um utanríkisverslun líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta þær breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar niðurstöður fyrir hvert ár eru gefnar út í febrúar næsta ár.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.isDeila
Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.