FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 30. APRÍL 2004

Vöruskiptajöfnuður
Í marsmánuði voru fluttar út vörur fyrir 20,1 milljarð króna og inn fyrir 20,3 milljarða króna fob.  Vöruskiptin í mars voru því óhagstæð um 0,2 milljarða króna en í mars í fyrra voru þau óhagstæð um 0,5 milljarða. 
     Fyrstu þrjá mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 50,9 milljarða króna og inn fyrir sama verðmæti. Vöruskiptin við útlönd stóðu því í járnum en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 6,4 milljarða á sama gengi¹.

Útflutningur
Verðmæti vöruútflutnings fyrstu þrjá mánuði ársins var 2 milljörðum eða 4% meiri á föstu gengi¹ en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 60% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 5% meira en á sama tíma árið áður. Aukning varð í verðmæti heilfrysts fisks, fersks fisks og saltaðs og/eða þurrkaðs fisks en á móti kom að samdráttur varð í verðmæti frystra flaka og lýsis. Verðmæti útfluttra iðnaðarvara var 7% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Útflutningur á áli dróst saman en á móti kom aukning á útfluttum lyfjum og lækningavörum.
 
Innflutningur
Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu þrjá mánuði ársins var 8 milljörðum eða 20% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Mest aukning varð í innflutningi á fjárfestingarvörum og hrá- og rekstrarvörum.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.