Vöruskiptajöfnuður
Í júnímánuði voru fluttar út vörur fyrir 51,3 milljarða króna og inn fyrir 46,9 milljarða króna fob (50,5 milljarða króna cif). Vöruskiptin í júní, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 4,4 milljarða króna. Í júní 2011 voru vöruskiptin hagstæð um 8,8 milljarða króna á sama gengi¹.
 Fyrstu sex mánuðina 2012 voru fluttar út vörur fyrir tæpa 313 milljarða króna en inn fyrir 281,7 milljarða króna fob (303,1 milljarð króna cif). Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd, reiknað á fob verðmæti, sem nam 31,2 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 48,4 milljarða á sama gengi¹. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 17,1 milljarði króna lakari en á sama tíma árið áður. 
  
Útflutningur
Fyrstu sex mánuði ársins 2012 var verðmæti vöruútflutnings 11,0 milljörðum eða 3,7% meira á föstu gengi1 en á sama tíma árið áður. Iðnaðarvörur voru 53,4% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 4,4% minna en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 42,3% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 21,1% meira en á sama tíma árið áður. Mest aukning varð í útflutningi sjávarafurða, aðallega á ferskum fiski, fiskimjöli og heilum frystum fiski.

Innflutningur
Fyrstu sex mánuði ársins 2012 var verðmæti vöruinnflutnings 28,2 milljörðum eða 11,1% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Aukning á verðmæti innflutnings varð mest í flutningatækjum og eldsneyti.

Vöruskiptin við útlönd janúar - júní 2012
Millj. kr á gengi ársins 2012 Breytingar frá fyrra ári á föstu gengi, % jan-júní
Júní  Janúar-júní
  2011 2012 2011 2012
Útflutningur alls fob 52.060 51.336 301.967 312.991 3,7
Innflutningur alls fob 43.295 46.949 253.575 281.745 11,1
Vöruskiptajöfnuður 8.765 4.387 48.392 31.246 .

 

Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar-júní 2011 og 2012
Millj. kr. á gengi hvors árs Breytingar frá fyrra ári á föstu gengi, % Jan.-júní
Júní Janúar-júní
  2011 2012 2011 2012
Útflutningur alls fob 51.738,8 51.336,4 291.558,8 312.990,5 3,7
Sjávarafurðir 19.186,6 20.721,7 105.500,2 132.295,0 21,1
Landbúnaðarvörur 472,3 688,1 3.757,2 5.231,1 34,4
Iðnaðarvörur 31.103,6 28.192,8 168.893,5 167.176,2 -4,4
Aðrar vörur 976,2 1.733,8 13.408,0 8.288,2 -40,3
Innflutningur alls fob 43.028,1 46.948,9 244.834,7 281.744,5 11,1
Matvörur og drykkjarvörur 4.675,0 4.794,3 22.623,6 25.470,9 8,7
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. 14.160,1 12.618,7 85.640,1 84.948,9 -4,2
Eldsneyti og smurolíur 5.988,3 8.555,2 30.795,9 40.990,1 28,5
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki) 9.053,8 9.468,4 53.389,0 57.759,1 4,5
Flutningatæki 3.820,3 6.101,0 20.753,7 38.779,2 80,4
Neysluvörur ót.a. 5.235,5 5.291,2 31.292,6 33.387,9 3,0
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur) 95,1 120,1 339,8 408,3 16,0
Vöruskiptajöfnuður 8.710,7 4.387,5 46.724,1 31.246,0 .

¹ Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog. Á þann mælikvarða er meðalverð erlends gjaldeyris
3,6% hærra mánuðina janúar–júní 2012 en sömu mánuði fyrra árs.
Í júní 2012 var meðalverð erlends gjaldeyris 0,6% hærra en í júní árið áður.
Mánaðarlegar tölur um utanríkisverslun líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta þær breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar niðurstöður fyrir hvert ár eru gefnar út á vormánuðum næsta ár á eftir.

Talnaefni