Vöruskiptajöfnuður
Í aprílmánuði voru fluttar út vörur fyrir 50,2 milljarða króna og inn fyrir 40,7 milljarða króna fob (44,2 milljarða króna cif). Vöruskiptin í apríl, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 9,5 milljarða króna. Í apríl 2011 voru vöruskiptin hagstæð um 3,4 milljarða króna á sama gengi¹.
Fyrstu fjóra mánuðina 2012 voru fluttar út vörur fyrir 206,2 milljarða króna en inn fyrir 178,3 milljarða króna fob (192,0 milljarða króna cif). Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd, reiknað á fob verðmæti, sem nam tæpum 28 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 33,8 milljarða á sama gengi¹. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 5,8 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður.
Útflutningur
Fyrstu fjóra mánuði ársins 2012 var verðmæti vöruútflutnings 13,5 milljörðum eða 7,0% meira á föstu gengi¹ en á sama tíma árið áður. Iðnaðarvörur voru 53,7% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 3,2% meira en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 42,0% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 22,4% meira en á sama tíma árið áður. Mest aukning varð í útflutningi sjávarafurða, aðallega á ferskum fiski og fiskimjöli.
Innflutningur
Fyrstu fjóra mánuði ársins 2012 var verðmæti vöruinnflutnings 19,3 milljörðum eða 12,2% meira á föstu gengi¹ en á sama tíma árið áður. Aukning á verðmæti innflutnings varð mest í flutningatækjum og eldsneyti.
Vöruskiptin við útlönd janúar - apríl 2012 | |||||
Millj. kr á gengi ársins 2012 | Breytingar frá fyrra ári á föstu gengi, % jan-apríl | ||||
Apríl | Janúar-apríl | ||||
2011 | 2012 | 2011 | 2012 | ||
Útflutningur alls fob | 42.495 | 50.158 | 192.718 | 206.246 | 7,0 |
Innflutningur alls fob | 39.078 | 40.673 | 158.958 | 178.273 | 12,2 |
Vöruskiptajöfnuður | 3.416 | 9.485 | 33.760 | 27.972 | . |
Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar-apríl 2011 og 2012 | |||||
Millj. kr. á gengi hvors árs | Breytingar frá fyrra ári á föstu gengi, % Jan.-apríl | ||||
Apríl | Janúar-apríl | ||||
2011 | 2012 | 2011 | 2012 | ||
Útflutningur alls fob | 40.252,5 | 50.157,7 | 184.278,5 | 206.245,7 | 7,0 |
Sjávarafurðir | 16.945,3 | 20.348,4 | 67.658,9 | 86.611,1 | 22,4 |
Landbúnaðarvörur | 528,9 | 772,9 | 2.824,6 | 3.864,1 | 30,8 |
Iðnaðarvörur | 21.550,7 | 27.247,9 | 102.635,5 | 110.753,0 | 3,2 |
Aðrar vörur | 1.227,6 | 1.788,4 | 11.159,5 | 5.017,5 | -57,0 |
Innflutningur alls fob | 37.016,5 | 40.673,1 | 151.996,7 | 178.273,4 | 12,2 |
Matvörur og drykkjarvörur | 3.476,1 | 4.578,0 | 13.204,7 | 15.727,3 | 13,9 |
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. | 15.491,3 | 13.345,5 | 55.858,4 | 56.355,8 | -3,5 |
Eldsneyti og smurolíur | 1.944,6 | 5.491,4 | 16.449,1 | 23.581,5 | 37,1 |
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki) | 7.285,8 | 8.780,3 | 33.670,2 | 38.300,4 | 8,8 |
Flutningatæki | 3.682,2 | 3.469,2 | 12.644,5 | 22.502,6 | 70,2 |
Neysluvörur ót.a. | 5.083,8 | 4.965,7 | 20.034,5 | 21.595,1 | 3,1 |
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur) | 52,8 | 43,0 | 135,4 | 210,8 | 48,9 |
Vöruskiptajöfnuður | 3.236,0 | 9.484,7 | 32.281,8 | 27.972,3 | · |
¹Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog. Á þann mælikvarða er meðalverð erlends gjaldeyris 4,6% hærra mánuðina janúar–apríl 2012 en sömu mánuði fyrra árs.
Í apríl 2012 var meðalverð erlends gjaldeyris 5,6% hærra en í apríl árið áður.
Mánaðarlegar tölur um utanríkisverslun líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta þær breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar niðurstöður fyrir hvert ár eru gefnar út á vormánuðum næsta ár á eftir.
Talnaefni