FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 30. APRÍL 2020

Í ljós hefur komið að tölur um vöruviðskipti við útlönd í mars sem birtar voru kl. 9:00, 30. apríl 2020 voru ekki réttar þar sem ekki var leiðrétt fyrir tölum um útfluttar sjávarafurðir frá fyrri árum. Af þessum orsökum var verðmæti sjávarafurða á fyrstu þremur mánuðum ársins oftalið um 11,9 milljarða. Töflur á vef Hagstofunnar hafa verið uppfærðrar í samræmi við þetta.

Fluttar voru út vörur fyrir 55,9 milljarða króna í mars 2020 og inn fyrir 68,9 milljarða króna fob (73,6 milljarða króna cif). Vöruviðskiptin í mars, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 13 milljarða króna. Til samanburðar voru vöruviðskiptin óhagstæð um 8,8 milljarða króna í mars 2019 á gengi hvors árs fyrir sig.1 Vöruviðskiptajöfnuðurinn í mars 2020 var því 4,2 milljörðum króna óhagstæðari en á sama tíma fyrir ári. Vöruviðskiptajöfnuður án skipa og flugvéla í mars 2020 var óhagstæður um 8,1 milljarð króna fob en var óhagstæður um 11,9 milljarða króna fob 2019.

Verðmæti útfluttra sjávarafurða stendur í stað
Verðmæti vöruútflutnings var 25,2 milljörðum króna lægra á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020 en á sama tímabili fyrir ári síðan eða 14,5% á gengi hvors árs fyrir sig.1 Munar þar mest um viðskipti með skip og flugvélar í janúar 2019. Iðnaðarvörur voru 48,5% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 6,5% lægra en á sama tíma árið áður Sjávarafurðir voru 42,5% alls vöruútflutnings, og var stendur verðmæti þeirra í stað á milli ára

Vöruinnflutningur 5,2 milljörðum minni
Verðmæti vöruinnflutnings var 5,2 milljörðum króna lægra á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020 en á sama tímabili fyrir ári eða 3% á gengi hvors árs fyrir sig.1 Innflutningur dróst saman í öllum flokkum nema í innflutningi á flutningstækjum og neysluvörum.

Verðmæti útflutnings og innflutnings janúar-mars 2019 og 2020
  Millj. kr. á gengi hvors árs Breytingar frá fyrra
ári á gengi hvors árs,
% janúar-mars
Mars Janúar-mars
20192020 2019 2020
Útflutningur alls fob52.691,355.924,6173.954,7148.757,3-14,5
Sjávarafurðir21.706,225.515,663.008,963.195,20,3
Landbúnaðarvörur2.469,23.249,77.809,39.565,122,5
Iðnaðarvörur24.478,226.139,777.219,772.174,3-6,5
Aðrar vörur4.037,71.019,725.916,83.822,7-85,3
Innflutningur alls fob61.505,068.900,9174.209,7169.053,8-3,0
Matvörur og drykkjarvörur5.089,36.133,315.847,115.795,3-0,3
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a.17.361,820.377,951.760,944.955,9-13,1
Eldsneyti og smurolíur7.930,46.644,118.641,717.584,6-5,7
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki)15.198,813.611,045.297,835.966,5-20,6
Flutningatæki6.922,912.626,417.789,928.491,260,2
Neysluvörur ót.a.8.975,19.492,024.776,926.209,85,8
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur)26,716,295,450,4-47,1
Vöruviðskiptajöfnuður-8.813,65-12.976,26-255,01-20.296,49 

1 Hagstofa Íslands birtir ekki lengur tölur um vöruviðskipti á föstu gengi. Á vef Hagstofu Íslands er að finna töflu um hlutfall einstakra gjaldmiðla í vöruviðskiptum.

Mánaðarlegar tölur um vöruviðskipti líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta tölur fyrri mánaða árs breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar tölur fyrir hvert ár eru gefnar út á vormánuðum næsta ár á eftir.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 5281157 , netfang utanrikisverslun@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.