Vöruviðskiptajöfnuður
Í júní 2018 voru fluttar út vörur fyrir tæpa 50,7 milljarða króna og inn fyrir 71,1 milljarð króna fob (75,9 milljarða króna cif). Vöruviðskiptin í júní, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 20,5 milljarða króna. Í júní 2017 voru vöruviðskiptin óhagstæð um 14,9 milljarða króna á gengi hvors árs.¹ Vöruviðskiptahallinn í júní 2018 var því 5,6 milljörðum króna meiri en á sama tíma árið áður. Án skipa og flugvéla nam vöruviðskiptahallinn í mánuðinum 18,4 milljörðum króna samanborið við 12,5 milljarða króna halla í júní 2017.
Á tímabilinu janúar til júní 2018 voru fluttar út vörur fyrir 287 milljarða króna en inn fyrir 370,4 milljarða (395,4 milljarða króna cif). Halli á vöruviðskiptum við útlönd nam því 83,4 milljörðum króna reiknað á fob verðmæti. Á sama tíma fyrir ári voru vöruviðskiptin óhagstæð um 86,3 milljarða á gengi hvors árs. Vöruviðskiptahallinn janúar til júní er því 2,8 milljörðum króna minni en á sama tíma fyrir ári. Án skipa og flugvéla nam vöruviðskiptahallinn 66,7 milljörðum króna, samanborið við 73,6 milljarða króna á sama tíma árið áður.
Útflutningur
Á fyrstu sex mánuðum ársins 2018 var verðmæti vöruútflutnings 42,9 milljörðum króna hærra en á sama tímabili árið áður, eða 17,6% á gengi hvors árs.¹ Iðnaðarvörur voru 53,6% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 14,3% hærra en á sama tíma árið áður. Hækkunina á milli ára má rekja til hærra meðalverðs á áli. Sjávarafurðir voru 40,2% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 24,1% hærra en á sama tíma árið áður. Aukning var í nær öllum undirliðum sjávarafurða en aukninguna á milli ára má rekja til sjómannaverkfalls í byrjun árs 2017.
Innflutningur
Á fyrri helmingi ársins 2018 var verðmæti vöruinnflutnings 40,1 milljarði króna hærra en á sama tímabili árið áður, eða 12,1% á gengi hvors árs.¹ Mestu munaði um innflutning á eldsneyti og fjárfestingu í flugvélum.
Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar til júní 2017 og 2018 | |||||
Millj. kr. á gengi hvors árs | Breytingar frá fyrra | ||||
Júní | Janúar-Júní | ári á gengi hvors árs, % | |||
2017 | 2018 | 2017 | 2018 | jan-jún | |
Útflutningur alls fob | 44.787,0 | 50.653,7 | 244.129,8 | 286.992,4 | 17,56 |
Sjávarafurðir | 17.058,9 | 18.835,5 | 92.885,8 | 115.292,5 | 24,12 |
Landbúnaðarvörur | 1.785,8 | 1.197,0 | 10.169,7 | 10.292,8 | 1,21 |
Iðnaðarvörur | 24.573,5 | 29.645,2 | 134.679,2 | 153.956,3 | 14,31 |
Aðrar vörur | 1.368,7 | 976,0 | 6.395,1 | 7.450,8 | 16,51 |
Innflutningur alls fob | 59.706,0 | 71.147,4 | 330.384,0 | 370.437,5 | 12,12 |
Matvörur og drykkjarvörur | 5.282,5 | 5.401,7 | 26.852,9 | 29.277,4 | 9,03 |
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. | 15.953,4 | 20.015,8 | 90.115,1 | 101.114,5 | 12,21 |
Eldsneyti og smurolíur | 6.814,4 | 10.303,2 | 32.644,7 | 48.731,5 | 49,28 |
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki) | 11.119,0 | 14.376,7 | 72.268,7 | 79.520,7 | 10,03 |
Flutningatæki | 13.872,1 | 11.914,9 | 67.878,8 | 65.417,0 | - 3,63 |
Neysluvörur ót.a. | 6.638,0 | 7.844,5 | 40.472,2 | 44.801,6 | 10,70 |
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur) | 26,5 | 1.290,7 | 151,6 | 1.575,0 | 938,92 |
Vöruviðskiptajöfnuður | -14.919,0 | -20.493,7 | -86.254,2 | -83.445,2 | - 0,03 |
1) Hagstofa Íslands birtir ekki lengur tölur um vöruviðskipti á föstu gengi. Á vef Hagstofu Íslands er að finna töflu um hlutfall einstakra gjaldmiðla í vöruviðskiptum.
Mánaðarlegar tölur um vöruviðskipti líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta tölur fyrri mánaða árs breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar tölur fyrir hvert ár eru gefnar út á vormánuðum næsta ár á eftir.