Verðmæti vöruútflutnings (fob) nam 48 milljörðum króna í febrúar 2020 samkvæmt bráðabirgðatölum og fob verðmæti vöruinnflutnings 49,9 milljörðum króna. Vöruviðskiptin í febrúar, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 1,9 milljarða króna. Í febrúar 2019 voru vöruviðskiptin óhagstæð um 15,6 milljarða króna á gengi hvors árs.
Verðmæti vöruútflutnings var 3,3 milljörðum króna meira í febrúar 2020 en í febrúar 2019 eða 7,4% á gengi hvors árs. Aukin viðskipti voru í öllum flokkum nema með iðnaðarvörur.
Verðmæti vöruinnflutnings í febrúar 2020 var 10,3 milljörðum króna lægra en í febrúar 2019, eða 17,2% á gengi hvors árs. Lækkun var mest í viðskiptum með hrá- og rekstrarvörur og fjárfestingarvörur utan flutningstækja.
Vert er að hafa í huga að hér er um bráðabirgðatölur að ræða. Niðurstöður gætu breyst eftir endurskoðun í lok mánaðar.