Vinsamlegast athugið að þessi fréttatilkynning var leiðrétt 31. ágúst kl. 14:00 frá upprunalegri útgáfu. Aukning útflutnings fyrir árin 2019-2022 nam samtals 7,2 milljörðum króna en ekki 2,7 milljörðum eins og áður kom fram.
Fluttar voru út vörur fyrir 63,0 milljarða króna fob í júlí 2023 (63,1 milljarður skv. bráðabirgðatölum) og inn fyrir 109,7 milljarða króna cif (108,0 milljarða) eftir endurskoðun á bráðabirgðatölum. Vöruviðskiptin í júlí voru því óhagstæð um 46,7 milljarða króna (44,9 milljarða).
Útflutningstölur fyrir árin 2019, 2020, 2021 og 2022 voru uppfærðar vegna nýrra gagna sem bárust Hagstofu. Aukning útflutnings nam samtals 7,2 milljörðum fyrir þessi fjögur ár. Fyrst og fremst er um að ræða útflutning á uppsjávarfiski. Einnig voru innflutningstölur fyrir árin 2022 og 2023 uppfærðar en samkvæmt nýjum gögnum hækkaði innflutningur um 1,4 milljarða króna fyrir árið 2022 og um 7 milljarða fyrir árið 2023. Fyrst og fremst er um að ræða innflutning á eldsneyti.