FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 28. FEBRÚAR 2017

Vöruviðskiptajöfnuður
Í janúar 2017 voru fluttar út vörur fyrir 37,6 milljarða króna og inn fyrir 46,2 milljarða króna fob (49,3 milljarða króna cif). Vöruviðskiptin í janúar, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 8,6 milljarða króna. Í janúar 2016 voru vöruviðskiptin óhagstæð um 671 milljón króna á gengi hvors árs.¹ Vöruskiptajöfnuðurinn í janúar 2017 var því 7,9 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður.

Útflutningur
Í janúar 2017 var verðmæti vöruútflutnings 8,3 milljörðum króna lægra, eða 18,1%, á gengi hvors árs,¹ en í janúar árið áður. Aðallega dróst útflutningur á sjávarafurðum saman vegna áhrifa af verkfalli sjómanna.

Innflutningur
Í janúar 2017 var verðmæti vöruinnflutnings 338 milljónum króna lægra, eða 0,7%, á gengi hvors árs,¹ en í janúar 2016. Innflutningur á neysluvörum dróst saman en á móti jókst innflutningur á flutningatækjum.

Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar 2016 og 2017
  Millj. kr. á gengi hvors árs Breytingar frá fyrra
  Janúar ári á gengi hvors árs,
  2016 2017  % jan.–janúar
       
Útflutningur alls fob 45.864,4 37.554,2 -18,1
Sjávarafurðir 20.389,5 13.719,4 -32,7
Landbúnaðarvörur 1.373,9 1.580,6 15,0
Iðnaðarvörur 21.346,8 21.449,2 0,5
Aðrar vörur 2.754,1 804,9 -70,8
       
Innflutningur alls fob 46.535,4 46.197,3 -0,7
Matvörur og drykkjarvörur 3.787,1 3.684,8 -2,7
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. 12.588,0 12.183,2 -3,2
Eldsneyti og smurolíur 4.021,3 4.338,3 7,9
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki) 12.179,1 11.250,6 -7,6
Flutningatæki 6.157,9 8.222,4 33,5
Neysluvörur ót.a. 7.716,4 6.486,0 -15,9
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur) 85,5 32,0 -62,5
       
Vöruskiptajöfnuður -671,0 -8.643,1 .

¹Hagstofa Íslands birtir ekki lengur tölur um vöruviðskipti á föstu gengi. Á vef Hagstofu Íslands er að finna töflu um hlutfall einstakra gjaldmiðla í vöruviðskiptum.
Mánaðarlegar tölur um vöruviðskipti líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta tölur fyrri mánaða árs breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar tölur fyrir hvert ár eru gefnar út á vormánuðum næsta ár á eftir.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1151 , netfang utanrikisverslun@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.