FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 28. FEBRÚAR 2020

Fluttar voru út vörur fyrir 51,8 milljarða króna í janúar 2020 og inn fyrir 50,6 milljarða króna fob (53,9 milljarða króna cif). Vöruviðskiptin í janúar, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 1,3 milljarða króna. Til samanburðar voru vöruviðskiptin hagstæð um 24,1 milljarð króna í janúar 2019 á gengi hvors árs fyrir sig.1

Vöruviðskiptajöfnuðurinn í janúar 2020 var því 22,9 milljörðum króna minni en á sama tíma fyrir ári, en þess má geta að í janúar 2019 voru flutt út skip og flugvélar fyrir 19,4 milljarða króna. Án skipa og flugvéla nam vöruviðskiptajöfnuðurinn í mánuðinum 2,5 milljörðum króna, samanborið við 4,7 milljarða króna í janúar 2019.

Mest aukning í frystum heilum fiski og flökum
Verðmæti vöruútflutnings var 24,7 milljarða króna minni í janúar 2020 en árið 2019, eða 32,3% á gengi hvors árs fyrir sig.1 Iðnaðarvörur voru tæpur helmingur alls útflutnings, eða 48%,og var verðmæti þeirra 18% minna en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 44,3% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 3% meira en á sama tíma árið áður. Mest var aukning á frystum heilum fiski og frystum flökum. Á móti kom minna verðmæti á ferskum fiski á milli ára.

Vöruinnflutningur 1,8 milljörðum minni
Verðmæti vöruinnflutnings var 1,8 milljörðum króna minni í janúar 2020 en árið áður, eða 3,5% á gengi hvors árs fyrir sig.1 Innflutningur jókst á flutningstækjum, eldsneyti og smurolíum og neysluvörum en dróst saman í öðrum flokkum.

Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar 2019 og 2020
  Millj. kr. á gengi hvors árs Breytingar frá fyrra
ári á gengi hvors árs,
% janúar
Janúar
20192020
Útflutningur alls fob76.557,951.832,1-32,3
Sjávarafurðir22.311,122.971,13,0
Landbúnaðarvörur3.054,02.893,4-5,3
Iðnaðarvörur30.329,224.859,1-18,0
Aðrar vörur20.863,61.108,4-94,7
Innflutningur alls fob52.419,550.574,4-3,5
Matvörur og drykkjarvörur6.092,34.536,8-25,5
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a.13.932,29.968,7-28,4
Eldsneyti og smurolíur5.716,37.508,531,4
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki)14.444,111.635,8-19,4
Flutningatæki4.622,29.118,097,3
Neysluvörur ót.a.7.565,87.794,03,0
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur)46,512,7-72,8
Vöruviðskiptajöfnuður24.138,41.257,6 

1 Hagstofa Íslands birtir ekki lengur tölur um vöruviðskipti á föstu gengi. Á vef Hagstofu Íslands er að finna töflu um hlutfall einstakra gjaldmiðla í vöruviðskiptum.

Mánaðarlegar tölur um vöruviðskipti líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta tölur fyrri mánaða árs breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar tölur fyrir hvert ár eru gefnar út á vormánuðum næsta ár á eftir.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 5281153 , netfang utanrikisverslun@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.