Fluttar voru út vörur fyrir 47,3 milljarða króna í apríl 2020 og inn fyrir 47,6 milljarða króna fob (51,5 milljarða króna cif). Vöruviðskiptin í apríl, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 0,4 milljarða króna. Til samanburðar voru vöruviðskiptin óhagstæð um 15,3 milljarða króna í apríl 2019 á gengi hvors árs fyrir sig.1 Vöruviðskiptajöfnuðurinn í apríl 2020 var því 14,9 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma fyrir ári. Viðskipti með skip og flugvélar höfðu óveruleg áhrif á vöruviðskiptajöfnuð.
Verðmæti útflutnings dregst saman
Verðmæti vöruútflutnings var 27,9 milljörðum króna lægra á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2020 en á sama tímabili fyrir ári síðan eða 12,5% á gengi hvors árs fyrir sig.1 Munar þar mestu um viðskipti með skip og flugvélar í janúar 2019. Iðnaðarvörur voru 50,3% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 3,6% lægra en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 41,3% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 4,0% lægra en á sama tíma í fyrra.
Verðmæti vöruinnflutnings 23,6 milljörðum lægra
Verðmæti vöruinnflutnings var 23,6 milljörðum króna lægra á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2020 en á sama tímabili fyrir ári eða 9,8% á gengi hvors árs fyrir sig.1 Innflutningur dróst saman í nær öllum flokkum nema flutningstækjum og neysluvörum.
Verðmæti útflutnings og innflutnings janúar-apríl 2019 og 2020 | |||||
Millj. kr. á gengi hvors árs | Breytingar frá fyrra ári á gengi hvors árs, % janúar-apríl | ||||
Apríl | Janúar-apríl | ||||
2019 | 2020 | 2019 | 2020 | ||
Útflutningur alls fob | 50.232,2 | 47.255,2 | 224.199,1 | 196.282,7 | -12,5 |
Sjávarafurðir | 21.353,1 | 17.757,6 | 84.364,2 | 80.969,8 | -4,0 |
Landbúnaðarvörur | 2.549,7 | 2.092,8 | 10.359,1 | 11.657,1 | 12,5 |
Iðnaðarvörur | 25.283,5 | 26.609,4 | 102.500,2 | 98.784,4 | -3,6 |
Aðrar vörur | 1.045,9 | 795,4 | 26.975,7 | 4.871,4 | -81,9 |
Innflutningur alls fob | 65.567,8 | 47.644,2 | 240.321,7 | 216.731,5 | -9,8 |
Matvörur og drykkjarvörur | 6.637,4 | 5.869,1 | 22.502,7 | 21.664,4 | -3,7 |
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. | 24.104,7 | 15.907,8 | 75.892,4 | 60.849,8 | -19,8 |
Eldsneyti og smurolíur | 7.099,1 | 1.431,9 | 25.740,8 | 19.016,5 | -26,1 |
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki) | 12.608,3 | 12.152,7 | 57.914,1 | 48.155,7 | -16,8 |
Flutningatæki | 7.076,8 | 4.157,8 | 24.991,9 | 32.659,8 | 30,7 |
Neysluvörur ót.a. | 8.025,2 | 8.098,8 | 33.155,9 | 34.308,8 | 3,5 |
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur) | 16,2 | 26,1 | 123,9 | 76,6 | -38,2 |
Vöruviðskiptajöfnuður | -15.335,65 | -388,96 | -16.122,56 | -20.448,82 |
1) Hagstofa Íslands birtir ekki lengur tölur um vöruviðskipti á föstu gengi. Á vef Hagstofu Íslands er að finna töflu um hlutfall einstakra gjaldmiðla í vöruviðskiptum.
Mánaðarlegar tölur um vöruviðskipti líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta tölur fyrri mánaða árs breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar tölur fyrir hvert ár eru gefnar út á vormánuðum næsta ár á eftir.