Vöruviðskiptajöfnuður
Í desember 2019 voru fluttar út vörur fyrir 42,9 milljarða króna og inn fyrir 53,6 milljarða króna fob (57,2 milljarða króna cif). Vöruviðskiptin í desember, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 10,7 milljarða króna. Í desember 2018 voru vöruviðskiptin óhagstæð um 11,2 milljarða króna á gengi hvors árs fyrir sig1. Vöruviðskiptahallinn í desember 2019 var því 0,5 milljörðum króna minni en á sama tíma fyrir ári. Án skipa og flugvéla nam vöruviðskiptahallinn í mánuðinum 9,4 milljörðum króna, samanborið við 11,2 milljarða króna halla í desember 2018.

Á árinu 2019 voru fluttar út vörur fyrir 641,2 milljarða króna en inn fyrir 752,7 milljarða króna fob (804,1 milljarða króna cif). Halli á vöruviðskiptum við útlönd nam því 111,6 milljörðum króna reiknað á fob verðmæti. Þetta er heldur óhagstæðari niðurstaða en fyrstu bráðabirgðatölur gáfu til kynna og birtar voru í byrjun mánaðarins. Á árinu 2018 voru vöruviðskiptin óhagstæð um 177,5 milljarða króna á gengi hvors árs fyrir sig. Vöruviðskiptajöfnuðurinn á árinu 2019 var því 66,0 milljörðum króna hagstæðari en á árinu 2018. Án skipa og flugvéla nam vöruviðskiptahallinn 116,9 milljörðum króna en 162,4 milljörðum króna á árinu 2018.

Útflutningur
Á árinu 2019 var verðmæti vöruútflutnings 39,1 milljarði króna meira en árið 2018, eða 6,5% á gengi hvors árs fyrir sig1. Iðnaðarvörur voru 47,9% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 4,3% minna en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 40,6% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 8,5% meira en á sama tíma árið áður. Mest var aukning á ferskum fiski og frystum flökum. Á móti kom minna verðmæti álútflutnings á milli ára.

Innflutningur
Á árinu 2019 var verðmæti vöruinnflutnings 26,9 milljörðum króna minni en árið áður, eða 3,4% á gengi hvors árs fyrir sig¹. Innflutningur dróst mest saman á eldsneyti og flutningatækjum. Á móti kom aukinn innflutningur á fjárfestingavörum annars vegar og mat- og drykkjarvörum hins vegar.

Vöruviðskiptajöfnuður

Verðmæti útflutnings og innflutnings janúar - desember 2018-2019
  Millj. kr. á gengi hvors árs Breytingar frá fyrra
ári á gengi hvors árs,
% janúar - desember
Desember Janúar - desember
20182019 2018 2019
Útflutningur alls fob53.081,242.891,1602.102,5641.188,86,5
Sjávarafurðir21.309,616.918,6239.815,1260.089,48,5
Landbúnaðarvörur2.132,02.754,420.479,330.846,150,6
Iðnaðarvörur27.611,622.128,2321.055,8307.259,3-4,3
Aðrar vörur2.028,11.089,920.752,342.993,9107,2
Innflutningur alls fob64.250,353.562,9779.616,2752.741,1-3,4
Matvörur og drykkjarvörur4.471,04.940,263.114,771.070,812,6
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a.21.432,516.329,8222.005,6217.420,9-2,1
Eldsneyti og smurolíur7.711,65.754,8115.718,693.112,0-19,5
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki)14.229,911.971,4160.171,1167.057,64,3
Flutningatæki8.016,16.745,7115.869,5101.882,9-12,1
Neysluvörur ót.a.8.383,27.772,899.733,8101.787,62,1
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur)6,048,23.002,9409,3-86,4
Vöruviðskiptajöfnuður-11.169,0-10.671,8-177.513,7-111.552,3 

1Hagstofa Íslands birtir ekki lengur tölur um vöruviðskipti á föstu gengi. Á vef Hagstofu Íslands er að finna töflu um hlutfall einstakra gjaldmiðla í vöruviðskiptum.

Mánaðarlegar tölur um vöruviðskipti líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta tölur fyrri mánaða árs breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar tölur fyrir hvert ár eru gefnar út á vormánuðum næsta ár á eftir.

Talnaefni