Fluttar voru út vörur fyrir 59,6 milljarða króna í desember 2020 og inn fyrir 61 milljarð króna fob (65,3 milljarða króna cif). Vöruviðskiptin í desember, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 1,3 milljarða króna. Til samanburðar voru vöruviðskiptin óhagstæð um 11,9 milljarða króna í desember 2019 á gengi hvors árs fyrir sig.¹ Vöruviðskiptajöfnuðurinn í desember 2020 var því 10,6 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma fyrir ári. Vöruskiptajöfnuður tímabilið janúar-desember 2020 var óhagstæður um 97,8 milljarða eða 20,3 milljörðum króna hagstæðari en á sama tímabili árið áður.

Verðmæti útflutnings dróst saman á árinu 2020
Verðmæti vöruútflutnings í desember 2020 jókst um 16,7 milljarða, eða um 39,0% frá desember 2019, úr 42,9 ma.kr. í 59,6 ma.kr. Útflutningur sjávarafurða jókst um 6,3 milljarða, eða um 37,2% fyrir sama tímabil og útflutningur á iðnaðarvörum jókst um 7 milljarða, eða um 31,7%.

Verðmæti vöruútflutnings á árinu 2020 var 620,9 milljarðar króna og lækkaði um 20,9 milljarða króna miðað við sama tímabil árið áður, eða 3,3% á gengi hvors árs.1 Munar þar mestu um viðskipti með skip og flugvélar úr landi á árinu 2019 og minna verðmæti í útflutningi iðnaðarvara. Iðnaðarvörur voru 48,1% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 2,8% minna en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 43,5% alls vöruútflutnings en verðmæti þeirra jókst um 3,7% á milli ára.

Verðmæti vöruinnflutnings óx um 11,3%
Verðmæti vöruinnflutnings hækkaði úr 54,8 ma.kr. í 61 milljarð króna í desember 2020. Innflutning á mat- og drykkjarvöru hækkaði um 28,3% og innflutningur á eldsneyti lækkaði um 65,1%. Innflutningur á fólksbílum hækkaði um 62,6% og innflutningur á neysluvörum s.s. heimilistækjum, fatnaði og lyfjum hækkaði um 40,1%.

Verðmæti vöruinnflutnings var 718,7 milljarðar á árinu 2020 og lækkaði um 41,3 milljarða króna miðað við sama tímabil fyrir ári eða 5,4% á gengi hvors árs fyrir sig.¹ Mestu munar um samdrátt í innflutningi á eldsneyti.

Verðmæti útflutnings og innflutnings janúar-desember 2019 og 2020
  Millj. kr. á gengi hvors árs Breytingar frá fyrra
ári á gengi hvors árs,
% janúar-desember
Desember Janúar-desember
20192020 2019 2020
Útflutningur alls fob42.898,759.644,5641.859,7620.938,5-3,3
Sjávarafurðir16.931,623.234,7260.370,9269.916,63,7
Landbúnaðarvörur þ.m.t. eldisfiskur2.743,94.730,730.819,035.371,414,8
Iðnaðarvörur22.134,029.150,4307.540,1298.804,4-2,8
Aðrar vörur1.089,12.528,743.129,716.846,0-60,9
Innflutningur alls fob54.781,360.953,9759.975,7718.707,9-5,4
Matvörur og drykkjarvörur5.068,56.503,872.443,475.088,93,7
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a.16.747,720.621,4218.771,1214.997,0-1,7
Eldsneyti og smurolíur5.965,92.080,693.675,847.707,5-49,1
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki)12.158,613.887,9167.557,1161.976,9-3,3
Flutningatæki6.789,86.634,4102.740,394.600,0-7,9
Neysluvörur ót.a.8.002,311.210,9104.350,0123.785,418,6
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur)48,614,9438,0552,226,1
Vöruviðskiptajöfnuður-11.882,63-1.309,40-118.115,95-97.769,46 

1Mánaðarlegar tölur um vöruviðskipti líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta tölur fyrri mánaða árs breyst með útgáfu nýrri mánaðartalna. Endanlegar tölur fyrir hvert ár eru gefnar út á vormánuðum næsta ár á eftir en geta breyst í framtíðar endurskoðunum gagna.

Talnaefni