Vinsamlegast athugið að þessi fréttatilkynning hefur verið endurútgefin.
Vöruviðskiptajöfnuður
Í júní voru fluttar út vörur fyrir 45,2 milljarða króna og inn fyrir 59,2 milljarða króna fob (63,0 milljarða króna cif). Vöruviðskiptin í júní, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 14,0 milljarða króna. Í júní 2016 voru vöruviðskiptin óhagstæð um 14,7 milljarða króna á gengi hvors árs.¹
Á fyrri helmingi ársins 2017 voru fluttar út vörur fyrir 244,4 milljarða króna en inn fyrir 325,5 milljarða króna fob (347,2 milljarða króna cif). Halli var því á vöruviðskiptum við útlönd sem nam 81,1 milljarði króna, reiknað á fob verðmæti. Á sama tíma árið áður voru vöruviðskiptin óhagstæð um 64,2 milljarða á gengi hvors árs.¹ Vöruviðskiptajöfnuðurinn var því 16,9 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður.
Útflutningur
Á fyrri helmingi ársins 2017 var verðmæti vöruútflutnings 30,5 milljörðum króna lægra, eða 11,1%, á gengi hvors árs,1 en á sama tíma árið áður. Iðnaðarvörur voru 55,2% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 3,1% lægra en á sama tíma árið áður. Útflutningur á lyfjum og lækningatækjum dróst saman en útflutningur á áli jókst. Sjávarafurðir voru 38,0% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 21,9% lægra en á sama tíma árið áður. Mestur samdráttur var í útflutningi á ferskum fiski og frystum flökum.
Innflutningur
Á fyrri helmingi ársins 2017 var verðmæti vöruinnflutnings 13,6 milljörðum króna lægra, eða 4,0%, á gengi hvors árs,¹ en á sama tímabili árið áður. Aðallega dróst innflutningur á flugvélum og neysluvörum saman en á móti jókst innflutningur á skipum, eldsneyti, fólksbílum og hrá- og rekstrarvörum.
Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar–júní 2016 og 2017 | |||||
Millj. kr. á gengi hvors árs | Breytingar frá fyrra | ||||
Júní | Jan.–júní | ári á gengi hvors árs, | |||
2016 | 2017 | 2016 | 2017 | % jan.–júní | |
Útflutningur alls fob | 48.353,4 | 45.216,0 | 274.932,9 | 244.417,6 | -11,1 |
Sjávarafurðir | 20.569,2 | 17.058,9 | 118.862,2 | 92.885,8 | -21,9 |
Landbúnaðarvörur | 1.106,4 | 1.796,2 | 8.173,2 | 10.200,0 | 24,8 |
Iðnaðarvörur | 25.641,8 | 24.703,3 | 139.169,4 | 134.828,8 | -3,1 |
Aðrar vörur | 1.036,1 | 1.657,6 | 8.728,0 | 6.503,1 | -25,5 |
Innflutningur alls fob | 63.032,7 | 59.225,4 | 339.099,7 | 325.516,8 | -4,0 |
Matvörur og drykkjarvörur | 5.414,4 | 5.282,3 | 28.713,2 | 26.852,8 | -6,5 |
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a.s. | 14.615,5 | 15.967,9 | 85.661,4 | 90.128,7 | 5,2 |
Eldsneyti og smurolíur | 8.541,6 | 6.814,4 | 30.485,2 | 32.644,7 | 7,1 |
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki) | 12.051,5 | 11.182,1 | 73.607,3 | 72.357,4 | -1,7 |
Flutningatæki | 14.986,9 | 13.306,4 | 75.640,7 | 62.900,5 | -16,8 |
Neysluvörur ót.a.s. | 7.347,3 | 6.645,8 | 44.680,5 | 40.481,0 | -9,4 |
Vörur ót.a.s. (t.d. endursendar vörur) | 75,5 | 26,5 | 311,3 | 151,6 | -51,3 |
Vöruskiptajöfnuður | -14.679,4 | -14.009,5 | -64.166,9 | -81.099,1 | . |
[1] Hagstofa Íslands birtir ekki lengur tölur um vöruviðskipti á föstu gengi. Á vef Hagstofu Íslands er að finna töflu um hlutfall einstakra gjaldmiðla í vöruviðskiptum.
Mánaðarlegar tölur um vöruviðskipti líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta tölur fyrri mánaða árs breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar tölur fyrir hvert ár eru gefnar út á vormánuðum næsta ár á eftir.