Fluttar voru út vörur fyrir 46,5 milljarða króna í júní 2020 og inn fyrir 59,4 milljarða króna fob (63,7 milljarða króna cif). Vöruviðskiptin í júní, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 12,9 milljarða króna. Til samanburðar voru vöruviðskiptin óhagstæð um tæpa 29 milljarða króna í júní 2019 á gengi hvors árs fyrir sig.¹ Vöruviðskiptajöfnuðurinn í júní 2020 var því 16,1 milljarði króna hagstæðari en á sama tíma fyrir ári. Viðskipti með skip og flugvélar höfðu óveruleg áhrif á vöruviðskiptajöfnuðinn í júní 2020, en vöruskiptajöfnuður án skipa og flugvéla var óhagstæður um 22,9 milljarða króna í júní 2019.

Verðmæti útflutnings dregst saman
Verðmæti vöruútflutnings var 37,4 milljörðum króna lægra á fyrstu sex mánuðum ársins 2020 en á sama tímabili fyrir ári síðan, eða 11,2% á gengi hvors árs fyrir sig1. Munar þar mestu um viðskipti með skip og flugvélar í janúar 2019. Iðnaðarvörur voru 49% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 8,3% lægra en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 43% alls vöruútflutnings en verðmæti þeirra var einungis 0,7% lægra en á sama tíma í fyrra.

Verðmæti vöruinnflutnings 53,6 milljörðum lægra
Verðmæti vöruinnflutnings var 53,6 milljörðum króna lægra á fyrstu sex mánuðum ársins 2020 en á sama tímabili fyrir ári, eða 14,1% á gengi hvors árs fyrir sig1. Innflutningur dróst saman í öllum flokkum nema neysluvörum.

Verðmæti útflutnings og innflutnings janúar-Júní 2019 og 2020
  Millj. kr. á gengi hvors árs Breytingar frá fyrra
ári á gengi hvors árs,
% janúar-Júní
Júní Janúar-Júní
20192020 2019 2020
Útflutningur alls fob45.688,346.491,8333.117,9295.720,7-11,2
Sjávarafurðir15.507,722.415,9127.979,1127.133,2-0,7
Landbúnaðarvörur1.416,52.204,214.398,015.884,710,3
Iðnaðarvörur24.523,320.283,9157.971,9144.938,2-8,3
Aðrar vörur4.240,71.587,732.768,97.764,6-76,3
Innflutningur alls fob74.676,859.353,2381.045,7327.436,3-14,1
Matvörur og drykkjarvörur6.124,36.209,634.864,632.563,6-6,6
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a.22.531,119.131,4113.783,596.013,7-15,6
Eldsneyti og smurolíur8.761,82.261,943.720,624.587,7-43,8
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki)12.845,014.377,386.293,275.061,6-13,0
Flutningatæki16.635,98.158,552.862,947.449,7-10,2
Neysluvörur ót.a.7.768,89.194,049.348,251.620,64,6
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur)10,020,4172,7139,3-19,3
Vöruviðskiptajöfnuður-28.988,51-12.861,36-47.927,76-31.715,57 

1 Hagstofa Íslands birtir ekki lengur tölur um vöruviðskipti á föstu gengi. Á vef Hagstofu Íslands er að finna töflu um hlutfall einstakra gjaldmiðla í vöruviðskiptum. Mánaðarlegar tölur um vöruviðskipti líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta tölur fyrri mánaða árs breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar tölur fyrir hvert ár eru gefnar út á vormánuðum næsta ár á eftir.

Talnaefni