FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 30. JÚLÍ 2021

Fluttar voru út vörur fyrir 58,7 milljarða króna fob í júní 2021 og inn fyrir 88,9 milljarða króna cif (83,2 milljarða króna fob). Vöruviðskiptin í júní, reiknuð á fob/cif-verðmæti, voru því óhagstæð um 30,2 milljarða króna. Þessar tölur eru í samræmi við bráðabirgðatölur sem voru birtar 7. júlí.

Til samanburðar voru vöruviðskiptin reiknuð á fob/cif-verðmæti óhagstæð um 23,3 milljarða króna í júní 2020 á gengi hvors árs fyrir sig. Vöruskiptajöfnuðurinn í júní 2021 var því 6,9 milljörðum óhagstæðari en á sama tíma fyrir ári. Vöruskiptajöfnuður síðustu tólf mánaða var óhagstæður um 173,5 milljarða króna sem er 4,4 milljarða króna óhagstæðari jöfnuður en á tólf mánaða tímabili ári fyrr.

Verðmæti útflutnings jókst um 10,5% á tólf mánaða tímabili
Verðmæti vöruútflutnings í júní 2021 jókst um 11,9 milljarða króna, eða um 25,5%, frá júní 2020, úr 46,8 milljörðum króna í 58,7 milljarða. Verðmæti útfluttra iðnaðarvara jókst um 5,8 milljarða króna eða 28,6% samanborið við júní 2020 og munar þar mest um aukið útflutningsverðmæti áls og kísiljárns. Útflutningsverðmæti sjávarafurða jókst um 4,1 milljarð, eða um 18,2% og munar þar mest um aukið verðmæti uppsjávarfisks.

Verðmæti vöruútflutnings á tólf mánaða tímabili, frá júlí 2020 til júní 2021, var 668,5 milljarðar króna og hækkaði um 63,4 milljarða króna miðað við sama tímabil ári fyrr, eða um 10,5% á gengi hvors árs.. Iðnaðarvörur voru 47,3% alls vöruútflutnings síðustu tólf mánuði og var verðmæti þeirra 7,5% meira en á tólf mánaða tímabili þar á undan. Sjávarafurðir voru 43,4% alls vöruútflutnings síðustu tólf mánuði en verðmæti þeirra jókst um 11,5% á milli tólf mánaða tímabila. Verðmæti útflutnings í fiskeldi jókst um 8,3 milljarða, eða 31,5%, á sama tímabili og var útflutningur fiskeldisafurða 5,2% af heildarútflutningi.

Verðmæti vöruinnflutnings jókst um 8,8% á tólf mánaða tímabili
Verðmæti vöruinnflutnings nam 88,9 milljörðum króna í júní 2021 samanborið við 70,1 milljarð í júní 2020. Verðmæti flutningstækja (þar með talið skip og flugvélar) jókst um 5,2 milljarða (43,8%), verðmæti hrá- og rekstrarvara jókst um 4,1 milljarð króna (18,7%) og verðmæti eldsneytis jókst um 3,1 milljarð króna (110,7%) Aðrir liðir tóku minni breytingum.

Verðmæti vöruinnflutnings síðustu tólf mánuði var 842 milljarðar króna og jókst um 67,8 milljarða króna miðað við tólf mánuði þar á undan, eða 8,8% á gengi hvors árs fyrir sig. Aukningin á þessu tólf mánaða tímabili er mest í hrá- og rekstrarvörum, fjárfestingarvörum og neysluvörum en á móti kom samdráttur í eldsneyti.

Meðaltal gengisvísitölu1 á tólfmánaða tímbili frá júlí 2019 til júní 2020 var 188,0946 en fór í 202,0216 á seinni tímabilinu, júlí 2020 til júní 2021, og veiktist um 7,4% en gengið styrktist aftur á móti um 3,9% ef borin eru saman júní 2020 (198,9264) og 2021 (191,07).

Verðmæti út- og innflutnings á tólf mánaða tímabili
Milljarðar króna á gengi hvors ársjúl 2019-jún 2020júl 2020-jún 2021Breyting%
Útflutningur alls fob605,1668,510,5
Sjávarafurðir260,4290,311,5
Landbúnaðarvörur (þ.m.t. eldisfiskur)32,342,832,5
Iðnaðarvörur294,3316,27,5
Aðrar vörur18,119,26,4
Innflutningur alls cif774,2842,18,8
Matvörur og drykkjarvörur80,086,58,2
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a.225,9256,513,6
Eldsneyti og smurolíur79,948,2-39,7
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki)167,1192,515,1
Flutningatæki105,3109,74,2
Neysluvörur ót.a.115,6148,128,1
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur)0,40,522,2
Vöruskiptajöfnuður-169,1-173,5 

1Heimild: Seðlabanki Íslands- Gengisvísitala (Vísitala meðalgengis - viðskiptavog þröng)

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 5281100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.