FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 30. JÚNÍ 2020

Vinsamlegast athugið að þessari fréttatilkynningu var breytt 30. júní 2020 kl. 12:00 frá upprunalegri útgáfu. Í umfjöllun um verðmæti vöruútflutnings og vöruinnflutnings var vísað til fyrstu fjögurra mánaða ársins í stað fyrstu fimm mánaða ársins.

Fluttar voru út vörur fyrir 52,9 milljarða króna í maí 2020 og inn fyrir 51,1 milljarð króna fob (54,7 milljarða króna cif). Vöruviðskiptin í maí, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 1,8 milljarða króna. Til samanburðar voru vöruviðskiptin óhagstæð um 2,8 milljarða króna í maí 2019 á gengi hvors árs fyrir sig.1 Vöruviðskiptajöfnuðurinn í maí 2020 var því 4,6 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma fyrir ári. Vöruskiptajöfnuður án skipa og flugvéla var jákvæður um 2,7 milljarða króna 2020, en var neikvæður um 1,1 milljarð króna 2019 á gengi hvors árs fyrir sig.1

Verðmæti útflutnings dregst saman
Verðmæti vöruútflutnings var 38,2 milljörðum króna lægra á fyrstu fimm mánuðum ársins 2020 en á sama tímabili fyrir ári síðan eða 13,3% á gengi hvors árs fyrir sig.1 Munar þar mestu um viðskipti með skip og flugvélar í janúar 2019. Iðnaðarvörur voru 50% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 6,6% lægra en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 42% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 6,9% lægra en á sama tíma í fyrra.

Verðmæti vöruinnflutnings 38,5 milljörðum lægra
Verðmæti vöruinnflutnings var 38,5 milljörðum króna lægra á fyrstu fimm mánuðum ársins 2020 en á sama tímabili fyrir ári eða 12,6% á gengi hvors árs fyrir sig.1 Innflutningur dróst saman í öllum flokkum nema flutningatækjum og neysluvörum.

Verðmæti útflutnings og innflutnings janúar-maí 2019 og 2020
  Millj. kr. á gengi hvors árs Breytingar frá fyrra
ári á gengi hvors árs,
% janúar-maí
Maí Janúar-maí
20192020 2019 2020
Útflutningur alls fob63.230,552.949,1287.429,6249.239,2-13,3
Sjávarafurðir28.107,223.749,1112.471,3104.706,9-6,9
Landbúnaðarvörur2.622,42.021,812.981,513.690,85,5
Iðnaðarvörur30.948,425.862,4133.448,6124.654,2-6,6
Aðrar vörur1.552,51.315,928.528,26.187,3-78,3
Innflutningur alls fob66.047,251.129,0306.368,9267.838,8-12,6
Matvörur og drykkjarvörur6.237,64.683,828.740,326.347,4-8,3
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a.15.360,016.063,691.252,476.911,6-15,7
Eldsneyti og smurolíur9.218,03.309,334.958,822.325,7-36,1
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki)15.534,112.519,973.448,260.672,8-17,4
Flutningatæki11.235,16.612,436.227,039.270,68,4
Neysluvörur ót.a.8.423,67.897,641.579,542.191,71,5
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur)38,842,4162,7118,9-26,9
Vöruviðskiptajöfnuður-2.816,71.820,1-18.939,2-18.599,6 

1) Hagstofa Íslands birtir ekki lengur tölur um vöruviðskipti á föstu gengi. Á vef Hagstofu Íslands er að finna töflu um hlutfall einstakra gjaldmiðla í vöruviðskiptum.

Mánaðarlegar tölur um vöruviðskipti líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta tölur fyrri mánaða árs breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar tölur fyrir hvert ár eru gefnar út á vormánuðum næsta ár á eftir.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 5281100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.