FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 08. JANÚAR 2020

Vöruviðskiptajöfnuður
Í nóvember 2019 voru fluttar út vörur fyrir 52,1 milljarð króna og inn fyrir 56,5 milljarða króna fob (60,3 milljarða króna cif). Vöruviðskiptin í nóvember, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 4,4 milljarða króna. Í nóvember 2018 voru vöruviðskiptin óhagstæð um 18,8 milljarða króna á gengi hvors árs fyrir sig.1 Vöruviðskiptahallinn í nóvember 2019 var því 14,4 milljörðum króna minni en á sama tíma fyrir ári. Án skipa og flugvéla nam vöruviðskiptahallinn í mánuðinum 1,7 milljörðum króna, samanborið við 18,3 milljarða króna halla í nóvember 2018.

Á tímabilinu janúar til nóvember 2019 voru fluttar út vörur fyrir 598,4 milljarða króna en inn fyrir 699,2 milljarða króna fob (746,9 milljarða króna cif). Halli á vöruviðskiptum við útlönd nam því 100,8 milljörðum króna reiknað á fob verðmæti. Á sama tíma fyrir ári voru vöruviðskiptin óhagstæð um 166,3 milljarða króna á gengi hvors árs fyrir sig. Vöruviðskiptajöfnuðurinn frá janúar til nóvember var því 65,5 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma fyrir ári síðan. Án skipa og flugvéla nam vöruviðskiptahallinn 107,4 milljörðum króna á tímabilinu janúar til nóvember 2019, en 151,3 milljörðum króna fyrir sama tímabil 2018.

Útflutningur
Á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2019 var verðmæti vöruútflutnings 49,4 milljörðum króna meira en á sama tímabili árið áður, eða 9,0% á gengi hvors árs fyrir sig1. Iðnaðarvörur voru 47,6% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 2,8% minni en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 40,7% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 11,3% meiri en á sama tíma árið áður. Mest var aukning vegna sjávarafurða, aðallega á ferskum fiski og frystum flökum. Á móti kom minna verðmæti álútflutnings á milli ára.

Innflutningur
Á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2019 var verðmæti vöruinnflutnings 16,1 milljarði króna minni en á sama tímabili árið áður, eða 2,3% á gengi hvors árs fyrir sig¹. Innflutningur dróst mest saman á eldsneyti og flutningatækjum. Á móti kom aukinn innflutningur á fjárfestingavörum annars vegar og mat- og drykkjarvörum hins vegar.

Vöruviðskiptajöfnuður

Verðmæti útflutnings og innflutnings janúar - nóvember 2018-2019
  Millj. kr. á gengi hvors árs Breytingar frá fyrra
ári á gengi hvors árs,
% janúar - nóvember
Nóvember Janúar - nóvember
20182019 2018 2019
Útflutningur alls fob53.795,552.084,9549.021,2598.389,89,0
Sjávarafurðir20.283,219.639,0218.505,4243.261,111,3
Landbúnaðarvörur2.662,14.121,718.347,328.115,653,2
Iðnaðarvörur29.512,426.693,5293.444,2285.109,1-2,8
Aðrar vörur1.337,71.630,618.724,241.904,0123,8
Innflutningur alls fob72.586,256.452,3715.365,9699.223,0-2,3
Matvörur og drykkjarvörur5.680,65.017,158.643,766.130,612,8
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a.23.326,015.254,5200.573,2201.109,30,3
Eldsneyti og smurolíur11.356,66.457,7108.007,087.357,2-19,1
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki)14.732,312.717,9145.941,2155.103,36,3
Flutningatæki7.491,27.827,5107.853,495.156,4-11,8
Neysluvörur ót.a.9.964,99.162,491.350,694.015,92,9
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur)34,715,12.996,9350,3-88,3
Vöruviðskiptajöfnuður-18.790,7-4.367,4-166.344,7-100.833,3 

1Hagstofa Íslands birtir ekki lengur tölur um vöruviðskipti á föstu gengi. Á vef Hagstofu Íslands er að finna töflu um hlutfall einstakra gjaldmiðla í vöruviðskiptum.

Mánaðarlegar tölur um vöruviðskipti líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta tölur fyrri mánaða árs breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar tölur fyrir hvert ár eru gefnar út á vormánuðum næsta ár á eftir.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1151 , netfang utanrikisverslun@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.