Fluttar voru út vörur fyrir 50,7 milljarða króna í nóvember 2020 og inn fyrir 61,5 milljarða króna fob (66,2 milljarða króna cif). Vöruviðskiptin í nóvember, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 10,8 milljarða króna.
Til samanburðar voru vöruviðskiptin óhagstæð um tæpa 7 milljarða króna í nóvember 2019 á gengi hvors árs fyrir sig. Vöruviðskiptajöfnuðurinn í nóvember 2020 var því 3,8 milljörðum króna óhagstæðari en á sama tíma fyrir ári. Viðskipti með skip og flugvélar höfðu óveruleg áhrif á vöruviðskiptajöfnuðinn þennan mánuð.
Vöruskiptajöfnuður tímabilið janúar-nóvember 2020 var óhagstæður um 95,9 milljarða eða 10,3 milljörðum króna hagstæðari en á sama tímabili árið áður.
Verðmæti útflutnings dróst saman
Verðmæti vöruútflutnings í nóvember dróst saman um 1,5 milljarð eða um 2,8% í nóvember 2020, úr 52,2 milljörðum króna í 50,7 milljarða. Útflutningur sjávarafurða jókst um 2,9 milljarða eða um 14,9% á sama tíma og útflutningur á iðnaðarvörum dróst saman um 3 milljarða eða um 11,4%.
Verðmæti vöruútflutnings var 561,3 milljarður króna á fyrstu elleftu mánuðum ársins 2020 og lækkaði um 37,7 milljarða króna miðað við sama tímabil árið áður eða 6,3% á gengi hvors árs. Munar þar mestu um viðskipti með skip og flugvélar í janúar 2019 og minna verðmæti í útflutningi iðnaðarvara. Iðnaðarvörur voru 48,1% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 5,5% minna en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 43,9% alls vöruútflutnings en verðmæti þeirra jókst um 1,3% á milli ára.
Verðmæti vöruinnflutnings jókst um 4%
Verðmæti vöruinnflutnings nam 61,5 milljörðum króna í nóvember samanborið við 59,2 milljarða í nóvember 2019. Mest aukning, eða 43%, var í innflutningi á neysluvörum s.s. heimilistækjum, fatnaði og lyfjum. Mestur samdráttur var í innflutningi á á eldsneyti og smurolíum sem dróst saman um 48% samanborið við nóvember 2019.
Verðmæti vöruinnflutnings var 657,2 milljarðar á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2020 og lækkaði um tæpa 48 milljarða króna miðað við sama tímabil fyrir ári eða 6,8% á gengi hvors árs fyrir sig. Samdráttur var í nær öllum flokkum nema neysluvörum.
Hafa ber í huga að gengisvísitala (vísitala meðalgengis - viðskiptavog þröng) hækkaði um 15,8% á tímabilinu nóvember 2019 til nóvember 2020.
Verðmæti útflutnings og innflutnings janúar-nóvember 2019 og 2020 | |||||
Millj. kr. á gengi hvors árs | Breytingar frá fyrra ári á gengi hvors árs, % janúar-nóvember | ||||
Nóvember | Janúar-nóvember | ||||
2019 | 2020 | 2019 | 2020 | ||
Útflutningur alls fob | 52.182,6 | 50.730,9 | 598.961,0 | 561.288,7 | -6,3 |
Sjávarafurðir | 19.659,4 | 22.598,5 | 243.439,4 | 246.681,9 | 1,3 |
Landbúnaðarvörur þ.m.t. eldisfiskur | 4.115,4 | 3.135,6 | 28.075,0 | 30.635,4 | 9,1 |
Iðnaðarvörur | 26.739,4 | 23.695,9 | 285.406,1 | 269.818,2 | -5,5 |
Aðrar vörur | 1.668,4 | 1.300,8 | 42.040,6 | 14.153,2 | -66,3 |
Innflutningur alls fob | 59.153,5 | 61.535,6 | 705.194,4 | 657.212,7 | -6,8 |
Matvörur og drykkjarvörur | 5.772,3 | 6.161,2 | 67.374,9 | 68.569,9 | 1,8 |
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. | 15.880,9 | 17.131,1 | 202.023,4 | 194.351,7 | -3,8 |
Eldsneyti og smurolíur | 6.658,1 | 3.464,2 | 87.709,8 | 45.626,8 | -48,0 |
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki) | 12.884,4 | 15.431,0 | 155.398,5 | 148.067,5 | -4,7 |
Flutningatæki | 8.444,6 | 5.788,0 | 95.950,6 | 87.930,7 | -8,4 |
Neysluvörur ót.a. | 9.498,1 | 13.547,1 | 96.347,7 | 112.126,8 | 16,4 |
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur) | 15,1 | 13,0 | 389,4 | 539,4 | 38,5 |
Vöruviðskiptajöfnuður | -6.970,95 | -10.804,69 | -106.233,31 | -95.924,00 |
Mánaðarlegar tölur um vöruviðskipti líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta tölur fyrri mánaða árs breyst með útgáfu nýrri mánaðartalna. Endanlegar tölur fyrir hvert ár eru gefnar út á vormánuðum næsta ár á eftir en geta breyst í framtíðar endurskoðunum gagna.