FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 30. OKTÓBER 2020

Fluttar voru út vörur fyrir 61,3 milljarða króna í september 2020 og inn fyrir 67,8 milljarða króna fob (72,5 milljarða króna cif). Vöruviðskiptin í september, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 6,5 milljarða króna. Til samanburðar voru vöruviðskiptin óhagstæð um 19 milljarða króna í september 2019 á gengi hvors árs fyrir sig.1 Vöruviðskiptajöfnuðurinn í september 2020 var því 12,5 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma fyrir ári. Viðskipti með skip og flugvélar höfðu óveruleg áhrif á vöruviðskiptajöfnuðinn þennan mánuð.

Verðmæti útflutnings dregst saman
Verðmæti vöruútflutnings minnkaði um 33 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2020 miðað við sama tímabili fyrir ári síðan eða 6,9% á gengi hvors árs fyrir sig.1 Munar þar mestu um viðskipti með skip og flugvélar í janúar 2019. Iðnaðarvörur voru 48,4% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 6% minni en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 43,8% alls vöruútflutnings en verðmæti þeirra jókst um 2,1% á milli ára.

Verðmæti vöruinnflutnings minnkar um 70,6 milljarða
Verðmæti vöruinnflutnings minnkaði um 70,6 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2020 miðað við sama tímabili fyrir ári eða 12,2% á gengi hvors árs fyrir sig.1 Samdráttur í innflutningi er nánast í öllum flokkum nema neysluvörum.

Endurskoðun á gögnum utanríkisverslunar er væntanleg
Vert er að árétta að auk hefðbundinnar útgáfu bráðabirgðatalna og endanlegra talna verður verklag endurskoðunar vöruviðskipta eftirfarandi: Fyrir útgáfu vöruviðskipta fyrir janúar-október 2020, sem fyrirhuguð er þann 30. nóvember nk., verða tímaraðir endurskoðaðar eftir þörfum. Verður þá leitast við að innleiða breytingar vegna nýrri eða betri gagna, nýrri eða endurbættra aðferða við mat á gögnum og endurskoðun staðla og flokkunarkerfa. Næsta meiriháttar endurskoðun er fyrirhuguð árið 2024 og síðan á fimm ára fresti eftir það.

Verðmæti útflutnings og innflutnings janúar-september 2019 og 2020
  Millj. kr. á gengi hvors árs Breytingar frá fyrra
ári á gengi hvors árs,
% janúar-september
September Janúar-september
20192020 2019 2020
Útflutningur alls fob50.404,661.319,6480.917,7447.873,2-6,9
Sjávarafurðir23.436,229.635,3191.936,5196.010,92,1
Landbúnaðarvörur1.903,54.486,120.147,323.897,818,6
Iðnaðarvörur23.184,825.745,3230.328,8216.605,6-6,0
Aðrar vörur1.880,11.452,938.505,211.358,9-70,5
Innflutningur alls fob69.422,667.830,2580.122,2509.469,2-12,2
Matvörur og drykkjarvörur6.409,25.746,154.089,250.916,1-5,9
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a.21.994,621.250,8169.917,8149.741,6-11,9
Eldsneyti og smurolíur10.256,96.743,973.367,338.520,6-47,5
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki)12.171,513.227,7128.845,9115.205,7-10,6
Flutningatæki8.878,88.800,977.606,970.567,5-9,1
Neysluvörur ót.a.9.676,112.038,675.949,484.029,910,6
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur)35,422,3345,6487,841,1
Vöruviðskiptajöfnuður-19.018,02-6.510,57-99.204,48-61.595,97 

1 Hagstofa Íslands birtir ekki lengur tölur um vöruviðskipti á föstu gengi. Á vef Hagstofu Íslands er að finna töflu um hlutfall einstakra gjaldmiðla í vöruviðskiptum.

Mánaðarlegar tölur um vöruviðskipti líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta tölur fyrri mánaða árs breyst með útgáfu nýrri mánaðartalna. Endanlegar tölur fyrir hvert ár eru gefnar út á vormánuðum næsta ár á eftir en geta breyst í framtíðar endurskoðunum gagna.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.