FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 31. MAÍ 2017

Vöruviðskiptajöfnuður
Í apríl voru fluttar út vörur fyrir 41,2 milljarða króna og inn fyrir 51,7 milljarða króna fob (55,3 milljarða króna cif). Vöruviðskiptin í apríl, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 10,5 milljarða króna. Í apríl 2016 voru vöruviðskiptin óhagstæð um 6,6 milljarða króna á gengi hvors árs.¹

Fyrstu fjóra mánuði ársins 2017 voru fluttar út vörur fyrir 149,8 milljarða króna en inn fyrir 197,8 milljarða króna fob (211,2 milljarða króna cif). Halli var því á vöruviðskiptum við útlönd sem nam 48,0 milljörðum króna, reiknað á fob verðmæti. Á sama tíma árið áður voru vöruviðskiptin óhagstæð um 32,2 milljarða á gengi hvors árs.¹ Vöruviðskiptajöfnuðurinn var því 15,8 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður.

Útflutningur
Fyrstu fjóra mánuði ársins 2017 var verðmæti vöruútflutnings 30,0 milljörðum króna lægra, eða 16,7%, á gengi hvors árs,¹ en á sama tíma árið áður. Iðnaðarvörur voru 57,5% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 5,8% lægra en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 36,2% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 29,9% lægra en á sama tíma árið áður.

Innflutningur
Fyrstu fjóra mánuði ársins 2017 var verðmæti vöruinnflutnings 14,2 milljörðum króna lægra, eða 6,7%, á gengi hvors árs,¹ en á sama tímabili árið áður. Aðallega dróst innflutningur á flugvélum og neysluvörum saman en á móti jókst innflutningur á hrá- og rekstrarvörum.

Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar–apríl 2016 og 2017
  Millj. kr. á gengi hvors árs Breytingar frá fyrra
  Apríl Jan.–apríl ári á gengi hvors árs,
  2016 2017 2016 2017  % jan.–apríl
           
Útflutningur alls fob 47.219,5 41.171,1 179.795,5 149.815,5 -16,7
Sjávarafurðir 19.414,0 16.803,4 77.425,0 54.271,0 -29,9
Landbúnaðarvörur 1.665,9 1.316,8 5.800,8 6.079,7 4,8
Iðnaðarvörur 25.385,5 22.191,8 91.478,9 86.188,4 -5,8
Aðrar vörur 754,1 859,1 5.090,8 3.276,4 -35,6
           
Innflutningur alls fob 53.813,9 51.715,7 212.029,2 197.819,0 -6,7
Matvörur og drykkjarvörur 4.604,3 4.607,9 17.844,9 16.447,6 -7,8
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. 15.452,4 16.137,0 55.049,8 57.553,4 4,5
Eldsneyti og smurolíur 4.622,5 3.306,8 16.403,5 17.408,1 6,1
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki) 11.563,1 13.005,7 48.286,4 46.691,5 -3,3
Flutningatæki 10.646,7 8.200,4 45.217,5 33.395,6 -26,1
Neysluvörur ót.a. 6.841,0 6.431,9 29.016,6 26.218,6 -9,6
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur) 83,8 25,9 210,6 104,2 -50,5
           
Vöruskiptajöfnuður -6.594,4 -10.544,6 -32.233,7 -48.003,5 .

¹Hagstofa Íslands birtir ekki lengur tölur um vöruviðskipti á föstu gengi. Á vef Hagstofu Íslands er að finna töflu um hlutfall einstakra gjaldmiðla í vöruviðskiptum.

Mánaðarlegar tölur um vöruviðskipti líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta tölur fyrri mánaða árs breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar tölur fyrir hvert ár eru gefnar út á vormánuðum næsta ár á eftir.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1151 , netfang utanrikisverslun@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.