Vöruviðskiptajöfnuður
Í febrúar voru fluttar út vörur fyrir 31,6 milljarða króna og inn fyrir 44,3 milljarða króna fob (47,2 milljarða króna cif). Vöruviðskiptin í febrúar, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 12,7 milljarða króna. Í febrúar 2016 voru vöruviðskiptin óhagstæð um 2,9 milljarða króna á gengi hvors árs.¹
Á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2017 voru fluttar út vörur fyrir 69,1 milljarð króna en inn fyrir 90,5 milljarða króna fob (96,5 milljarða króna cif). Halli var því á vöruviðskiptum við útlönd sem nam 21,4 milljörðum króna, reiknað á fob verðmæti. Á sama tíma árið áður voru vöruviðskiptin óhagstæð um 3,5 milljarða á gengi hvors árs.¹ Vöruviðskiptajöfnuðurinn var því 17,9 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður.
Útflutningur
Á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2017 var verðmæti vöruútflutnings 19,3 milljörðum króna lægra, eða 21,8%, á gengi hvors árs,¹ en á sama tíma árið áður. Iðnaðarvörur voru 61,0% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 2,8% lægra en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 31,7% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 43,3% lægra en á sama tíma árið áður, vegna verðlækkunar, auk þess sem reikna má með að áhrifa af verkfalli sjómanna gæti enn í tölunum.
Innflutningur
Á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2017 var verðmæti vöruinnflutnings 1,4 milljörðum króna lægra, eða 1,6%, á gengi hvors árs,¹ en á sama tímabili árið áður. Aðallega dróst innflutningur á fjárfestingavörum og neysluvörum saman en á móti jókst innflutningur á flutningatækjum.
Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar–febrúar 2016 og 2017 | |||||
Millj. kr. á gengi hvors árs | Breytingar frá fyrra | ||||
Febrúar | Jan.–febrúar | ári á gengi hvors árs, | |||
2016 | 2017 | 2016 | 2017 | % jan.–febrúar | |
Útflutningur alls fob | 42.509,8 | 31.557,1 | 88.374,2 | 69.111,3 | -21,8 |
Sjávarafurðir | 18.261,5 | 8.213,6 | 38.651,0 | 21.933,0 | -43,3 |
Landbúnaðarvörur | 1.550,2 | 1.845,3 | 2.924,1 | 3.425,9 | 17,2 |
Iðnaðarvörur | 22.015,8 | 20.688,2 | 43.362,6 | 42.137,4 | -2,8 |
Aðrar vörur | 682,3 | 810,0 | 3.436,4 | 1.614,9 | -53,0 |
Innflutningur alls fob | 45.369,0 | 44.291,1 | 91.904,4 | 90.478,4 | -1,6 |
Matvörur og drykkjarvörur | 4.360,3 | 3.850,0 | 8.147,4 | 7.529,0 | -7,6 |
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. | 11.930,9 | 12.530,2 | 24.518,9 | 24.712,8 | 0,8 |
Eldsneyti og smurolíur | 3.628,8 | 3.227,5 | 7.650,1 | 7.565,8 | -1,1 |
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki) | 11.451,3 | 10.518,5 | 23.630,4 | 21.767,5 | -7,9 |
Flutningatæki | 7.558,4 | 8.047,6 | 13.716,3 | 16.269,0 | 18,6 |
Neysluvörur ót.a. | 6.425,0 | 6.085,2 | 14.141,4 | 12.570,2 | -11,1 |
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur) | 14,3 | 32,0 | 99,8 | 64,1 | -35,8 |
Vöruskiptajöfnuður | -2.859,1 | -12.734,0 | -3.530,2 | -21.367,2 | . |
¹Hagstofa Íslands birtir ekki lengur tölur um vöruviðskipti á föstu gengi. Á vef Hagstofu Íslands er að finna töflu um hlutfall einstakra gjaldmiðla í vöruviðskiptum.
Mánaðarlegar tölur um vöruviðskipti líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta tölur fyrri mánaða árs breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar tölur fyrir hvert ár eru gefnar út á vormánuðum næsta ár á eftir.