FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 28. APRÍL 2017

Vöruviðskiptajöfnuður
Í mars voru fluttar út vörur fyrir 39,5 milljarða króna og inn fyrir 55,6 milljarða króna fob (59,4 milljarða króna cif). Vöruviðskiptin í mars, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 16,1 milljarð króna. Í mars 2016 voru vöruviðskiptin óhagstæð um 22,1 milljarð króna á gengi hvors árs.¹

Á fyrsta ársfjórðungi ársins 2017 voru fluttar út vörur fyrir 108,6 milljarða króna en inn fyrir 146,1 milljarð króna fob (156,0 milljarða króna cif). Halli var því á vöruviðskiptum við útlönd sem nam 37,5 milljörðum króna, reiknað á fob verðmæti. Á sama tíma árið áður voru vöruviðskiptin óhagstæð um 25,6 milljarða á gengi hvors árs.¹ Vöruviðskiptajöfnuðurinn var því 11,9 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður.

Útflutningur
Á fyrsta ársfjórðungi ársins 2017 var verðmæti vöruútflutnings 23,9 milljörðum króna lægra, eða 18,1%, á gengi hvors árs,¹ en á sama tíma árið áður. Iðnaðarvörur voru 58,9% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 3,2% lægra en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 34,5% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 35,4% lægra en á sama tíma árið áður, vegna verðlækkunar. Auk þess má reikna með að áhrifa af verkfalli sjómanna gæti enn í tölunum.

Innflutningur
Á fyrsta ársfjórðungi ársins 2017 var verðmæti vöruinnflutnings 12,1 milljarði króna lægra, eða 7,6%, á gengi hvors árs,¹ en á sama tímabili árið áður. Aðallega dróst innflutningur á fjárfestingavörum, neysluvörum og flugvélum saman en á móti jókst innflutningur á eldsneyti og hrá- og rekstrarvörum.

Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar–mars 2016 og 2017
  Millj. kr. á gengi hvors árs Breytingar frá fyrra
  Mars Jan.–mars ári á gengi hvors árs,
  2016 2017 2016 2017  % jan.–mars
           
Útflutningur alls fob 44.201,8 39.533,1 132.576,0 108.644,3 -18,1
Sjávarafurðir 19.360,0 15.534,6 58.011,0 37.467,6 -35,4
Landbúnaðarvörur 1.210,9 1.337,0 4.135,0 4.762,9 15,2
Iðnaðarvörur 22.730,7 21.859,1 66.093,3 63.996,5 -3,2
Aðrar vörur 900,3 802,4 4.336,7 2.417,3 -44,3
           
Innflutningur alls fob 66.311,0 55.639,6 158.215,4 146.112,0 -7,6
Matvörur og drykkjarvörur 5.093,2 4.311,0 13.240,6 11.840,0 -10,6
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. 15.078,5 16.706,7 39.597,4 41.419,5 4,6
Eldsneyti og smurolíur 4.130,9 6.535,5 11.781,0 14.101,3 19,7
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki) 13.092,9 11.920,7 36.723,3 33.688,2 -8,3
Flutningatæki 20.854,4 8.927,5 34.570,8 25.196,5 -27,1
Neysluvörur ót.a. 8.034,2 7.224,0 22.175,6 19.788,1 -10,8
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur) 26,9 14,3 126,8 78,4 -38,2
           
Vöruskiptajöfnuður -22.109,2 -16.106,5 -25.639,4 -37.467,6 .

¹Hagstofa Íslands birtir ekki lengur tölur um vöruviðskipti á föstu gengi. Á vef Hagstofu Íslands er að finna töflu um hlutfall einstakra gjaldmiðla í vöruviðskiptum.

Mánaðarlegar tölur um vöruviðskipti líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta tölur fyrri mánaða árs breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar tölur fyrir hvert ár eru gefnar út á vormánuðum næsta ár á eftir.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1151 , netfang utanrikisverslun@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.