FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 17. ÁGÚST 2015

Vöruútflutningur til Rússlands hefur margfaldast síðustu ár. Árið 2004 var, samkvæmt tollskýrslum, flutt út til Rússlands fyrir 2,3 milljarða króna en á árinu 2014 var útflutningurinn kominn í 29,2 milljarða króna á gengi hvors árs eða 4,9% af heildarútflutningi. Stærsti hluti útflutnings til Rússlands er uppsjávarfiskur, aðallega makríll og síld, og fer um þriðjungur af heildarútflutningi á uppsjávarfiski á árinu 2014 til Rússlands. Innflutningur frá Rússlandi hefur hins vegar haldist frekar stöðugur og var 3,1 milljarðar á árinu 2014 (cif). Mest var flutt inn af olíu og álblendi. Vöruskiptajöfnuður við Rússland var því hagstæður um rúma 26 milljarða á árinu 2014 (fob-cif) en var óhagstæður um 407 milljónir á árinu 2004 (fob-cif).

Varðandi áreiðanleika talna Hagstofunnar um útflutning til Rússlands er rétt að taka fram að útflytjendum ber að greina frá því í tollskýrslum hvar varan endar. Hagstofan byggir sínar tölur á þeim upplýsingum. Til að draga úr óvissu í þessum efnum hefur Hagstofan hafið rannsókn á nákvæmni upplýsinga um endanlegt ákvörðunarland útflutnings í tollskýrslum. Sú rannsókn beinist þó ekki að Rússlandi sérstaklega heldur fremur að háu hlutfalli Hollands í útflutningsskýrslum.

Verðmæti vöruskipta við Rússland
Millj. kr. á gengi hvers árs
  1999 2004 2009 2014
Útflutningur alls fob 420,7 2.312,7 6.093,0 29.166,0
Sjávarafurðir 279,5 1.767,7 4.720,1 23.981,6
þ.a. síld 4,5 728,1 1.507,3 7.355,3
þ.a. makríll 4,5 1.866,3 9.115,5
þ.a. loðna 111,7 612,0 92,6 3.910,0
Landbúnaðarvörur 5,2 32,0 321,5
Iðnaðarvörur 111,9 513,0 1.024,5 1.995,6
Aðrar vörur 24,0 0,0 348,4 2.867,3
Innflutningur alls cif 3.548,6 2.720,0 3.001,6 3.149,4
Matvörur og drykkjarvörur 1.272,8 161,7 10,0 63,9
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. 455,9 1.199,1 947,8 1.782,4
Eldsneyti og smurolíur 1.798,3 1.282,4 1.848,7 974,5
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki) 1,7 8,4 7,1 2,7
Flutningatæki 0,8 1,9 25,4 102,6
Neysluvörur ót.a. 19,0 64,9 162,0 202,8
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur) 1,6 0,7 20,5
Vöruskiptajöfnuður -3.127,9 -407,3 3.091,4 26.016,6

 

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.