Vöruviðskiptajöfnuður
Í ágúst 2019 voru fluttar út vörur fyrir 45,4 milljarða króna og inn fyrir 57,5 milljarða króna fob (61,4 milljarða króna cif). Vöruviðskiptin í ágúst, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 12 milljarða króna. Í ágúst 2018 voru vöruviðskiptin óhagstæð um 18,8 milljarða króna á gengi hvors árs1. Vöruviðskiptahallinn í ágúst 2019 var því 6,7 milljörðum króna minni en á sama tíma fyrir ári. Án skipa og flugvéla nam vöruviðskiptahallinn í mánuðinum 12,7 milljörðum króna, samanborið við 18,7 milljarða í ágúst 2018.

Á tímabilinu janúar til ágúst 2019 voru fluttar út vörur fyrir 430,4 milljarða króna en inn fyrir 508,8 milljarða fob (543,5 milljarða króna cif). Halli á vöruviðskiptum við útlönd nam því 78,4 milljörðum króna reiknað á fob verðmæti. Á sama tíma fyrir ári voru vöruviðskiptin óhagstæð um 121,2 milljarða á gengi hvors árs. Vöruviðskiptajöfnuðurinn frá janúar til ágúst var því 42,8 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma fyrir ári síðan. Án skipa og flugvéla nam vöruviðskiptahallinn 91,2 milljörðum króna á tímabilinu janúar til ágúst 2019, en 106,5 milljörðum króna fyrir sama tímabil 2018.

Útflutningur
Á fyrstu átta mánuðum ársins 2019 var verðmæti vöruútflutnings 44,9 milljörðum króna hærra en á sama tímabili árið áður, eða 11,7% á gengi hvors árs1. Iðnaðarvörur voru 48,1% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 0,1% lægra en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 39,2% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 10,4% hærra en á sama tíma árið áður. Mest var aukning vegna útflutnings skipa og flugvéla og sjávarafurða, aðallega á ferskum fiski og frystum flökum.

Innflutningur
Á fyrstu átta mánuðum ársins 2019 var verðmæti vöruinnflutnings 2,2 milljörðum króna hærra en á sama tímabili árið áður, eða 0,4% á gengi hvors árs¹. Innflutningur jókst mest á unnum hrá- og rekstrarvörum og fjárfestingavörum. Á móti kom minni innflutningur á flutningatækjum og eldsneyti og smurolíum.

Vöruviðskiptajöfnuður

Verðmæti útflutnings og innflutnings janúar - ágúst 2018-2019
  Millj. kr. á gengi hvors árs Breytingar frá fyrra
ári á gengi hvors árs,
% janúar - ágúst
Ágúst Janúar - ágúst
20182019 2018 2019
Útflutningur alls fob47.773,045.425,1385.477,5430.401,911,7
Sjávarafurðir18.969,717.064,2152.663,5168.565,110,4
Landbúnaðarvörur1.082,02.103,912.238,118.428,750,6
Iðnaðarvörur26.342,923.743,5206.949,5206.841,8-0,1
Aðrar vörur1.378,42.513,513.626,536.566,3168,3
Innflutningur alls fob66.549,657.454,7506.662,7508.819,50,4
Matvörur og drykkjarvörur5.401,94.598,240.292,347.636,118,2
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a.19.806,414.856,3138.560,8147.900,76,7
Eldsneyti og smurolíur11.839,910.504,273.728,563.110,4-14,4
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki)14.056,912.898,9105.921,7116.064,89,6
Flutningatæki7.461,36.866,382.924,668.550,2-17,3
Neysluvörur ót.a.7.922,67.711,962.311,565.287,34,8
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur)60,618,92.923,3270,0-90,8
Vöruviðskiptajöfnuður-18.776,5-12.029,6-121.185,1-78.417,7 

1Hagstofa Íslands birtir ekki lengur tölur um vöruviðskipti á föstu gengi. Á vef Hagstofu Íslands er að finna töflu um hlutfall einstakra gjaldmiðla í vöruviðskiptum.

Mánaðarlegar tölur um vöruviðskipti líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta tölur fyrri mánaða árs breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar tölur fyrir hvert ár eru gefnar út á vormánuðum næsta ár á eftir.

Talnaefni