Vöruviðskiptajöfnuður
Í apríl 2019 voru fluttar út vörur fyrir 50,2 milljarða króna og inn fyrir 65,4 milljarða króna fob (70,0 milljarða króna cif). Vöruviðskiptin í apríl, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 15,1 milljarð króna. Í apríl 2018 voru vöruviðskiptin óhagstæð um 15,6 milljarða króna á gengi hvors árs.¹ Vöruviðskiptahallinn í apríl 2019 var því rúmum 462 milljónum króna lægri en á sama tíma fyrir ári. Án skipa og flugvéla nam vöruviðskiptahallinn í mánuðinum tæpum 15,0 milljörðum króna, samanborið við 10,8 milljörðum króna í apríl 2018.

Á tímabilinu janúar til apríl 2019 voru fluttar út vörur fyrir 224,2 milljarða króna en inn fyrir 239,4 milljarða (256,3 milljarða króna cif). Halli á vöruskiptum við útlönd nam því 15,2 milljörðum króna reiknað á fob verðmæti. Á sama tíma fyrir ári voru vöruviðskiptin óhagstæð um 45,9 milljarða á gengi hvors árs. Vöruviðskiptajöfnuðurinn frá janúar til apríl var því 30,6 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma fyrir ári síðan. Án skipa og flugvéla nam vöruviðskiptahallinn hins vegar 36,8 milljörðum króna á tímabilinu janúar til apríl 2019 og 33,7 milljörðum króna fyrir sama tímabil 2018.

Útflutningur
Á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2019 var verðmæti vöruútflutnings 39,9 milljörðum króna hærra en á sama tímabili árið áður, eða 21,7% á gengi hvors árs1. Iðnaðarvörur voru 45,7% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 2,2% hærra en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 37,6% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 16,9% hærra en á sama tíma árið áður. Verðmæti útflutnings skipa og flugvéla var tæpir 22,6 milljarðar króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins.

Innflutningur
Á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2019 var verðmæti vöruinnflutnings 9,3 milljörðum króna hærra en á sama tímabili árið áður, eða 4,0% á gengi hvors árs¹. Innflutningur jókst mest á unnum hrá- og rekstrarvörum og fjárfestingavörum. Á móti kom minni innflutningur á flutningatækjum.

Verðmæti útflutnings og innflutnings janúar - apríl 2018 og 2019
    Breytingar frá fyrra
Apríl Janúar-apríl
20182019 2018 2019
Útflutningur alls fob46.593,850.246,9184.282,3224.203,321,7
Sjávarafurðir17.739,321.381,472.184,184.389,816,9
Landbúnaðarvörur1.104,22.521,07.051,010.368,947,1
Iðnaðarvörur26.814,425.294,6100.275,5102.477,82,2
Aðrar vörur935,91.050,04.771,726.966,8465,1
Innflutningur alls fob62.194,465.385,3230.153,4239.425,34,0
Matvörur og drykkjarvörur5.628,06.631,619.088,522.478,717,8
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a.15.343,224.092,762.237,175.701,921,6
Eldsneyti og smurolíur7.044,17.099,228.036,925.740,9-8,2
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki)13.737,412.618,451.411,457.894,412,6
Flutningatæki12.944,77.066,540.188,424.859,5-38,1
Neysluvörur ót.a.7.479,47.860,828.915,932.649,112,9
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur)17,516,2275,2100,9-63,3
Vöruviðskiptajöfnuður-15600,6-15138,4-45871,1-15222,0-66,82

1 Hagstofa Íslands birtir ekki lengur tölur um vöruviðskipti á föstu gengi. Á vef Hagstofu Íslands er að finna töflu um hlutfall einstakra gjaldmiðla í vöruviðskiptum. Mánaðarlegar tölur um vöruviðskipti líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta tölur fyrri mánaða árs breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar tölur fyrir hvert ár eru gefnar út á vormánuðum næsta ár á eftir.

Talnaefni