FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 31. JANÚAR 2019

Vöruviðskiptajöfnuður
Í desember 2018 voru fluttar út vörur fyrir 53,1 milljarð króna og inn fyrir 64,1 milljarð króna fob (68,4 milljarða króna cif). Vöruviðskiptin í desember, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um tæplega 11,0 milljarða króna. Í desember 2017 voru vöruviðskiptin óhagstæð um 23,6 milljarða króna á gengi hvors árs.¹ Vöruviðskiptahallinn í desember 2018 var því tæpum 12,7 milljörðum króna minni en á sama tíma árið áður. Hverfandi viðskipti voru með skip og flugvélar í desember og þau hafa því engin áhrif á vöruviðskiptahallinn í mánuðinum en í desember 2017 var vöruviðskiptahallinn án skipa og flugvéla 20,3 milljarðar króna.

Á árinu 2018 voru fluttar út vörur fyrir 602,2 milljarða króna en inn fyrir 776,6 milljarða (828,3 milljarða króna cif). Halli á vöruviðskiptum við útlönd nam því rúmum 174,4 milljörðum króna reiknað á fob verðmæti. Á sama tíma fyrir ári voru vöruviðskiptin óhagstæð um 176,5 milljarða á gengi hvors árs. Vöruviðskiptahallinn á árinu 2018 er því rúmlega 2,0 milljörðum króna lægri en í fyrra. Án skipa og flugvéla nam vöruviðskiptahallinn 159,3 milljörðum króna, samanborið við 161,7 milljarða króna á árinu 2017.

Útflutningur
Á árinu 2018 var verðmæti vöruútflutnings 82,5 milljörðum króna hærra en árið áður, eða 15,9% á gengi hvors árs.¹ Iðnaðarvörur voru 53,3% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 14,7% hærra en verðmæti í fyrra. Hækkun á milli ára má fyrst og fremst rekja til útflutnings á áli en hlutfallsleg aukning milli ára var þó mest á liðnum aðrar iðnaðarvörur. Sjávarafurðir voru 39,8% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 21,7% hærra en árið áður. Aukning var í öllum undirliðum sjávarafurða milli ára sem meðal annars má rekja til sjómannaverkfalls í byrjun árs 2017.

Innflutningur
Á árinu 2018 var verðmæti vöruinnflutnings 80,5 milljörðum króna hærra en árið áður, eða 11,6% á gengi hvors árs.¹ Mestu munaði um innflutning á eldsneyti og unnum hrá- og rekstrarvörum.

Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar til desember 2017 og 2018
Millj. kr. á gengi hvors ársBreytingar frá fyrra
Desember Janúar-desemberári á gengi hvors árs, %
 20172018 2017 2018jan-des
Útflutningur alls fob43.211,753.101,4519.612,4602.152,715,9
Sjávarafurðir13.771,421.304,1197.025,0239.740,421,7
Landbúnaðarvörur2.229,12.145,620.239,320.567,61,6
Iðnaðarvörur24.873,727.608,2279.922,2321.079,214,7
Aðrar vörur2.337,52.043,322.426,020.765,5-7,4
Innflutningur alls fob66.853,464.068,7696.072,6776.573,411,6
Matvörur og drykkjarvörur4.125,14.466,156.753,363.051,511,1
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a.20.080,721.442,5186.832,5221.862,518,7
Eldsneyti og smurolíur6.637,97.711,679.911,9115.718,844,8
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki)13.068,114.251,3148.858,9160.163,87,6
Flutningatæki15.611,27.993,2131.134,5115.712,3-11,8
Neysluvörur ót.a.7.233,88.198,092.219,397.049,25,2
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur)96,76,0362,13.015,3732,6
Vöruviðskiptajöfnuður-23.641,7-10.967,4-176.460,2-174.420,7 -1,2

1Hagstofa Íslands birtir ekki lengur tölur um vöruviðskipti á föstu gengi. Á vef Hagstofu Íslands er að finna töflu um hlutfall einstakra gjaldmiðla í vöruviðskiptum. Mánaðarlegar tölur um vöruviðskipti líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta tölur fyrri mánaða árs breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar tölur fyrir hvert ár eru gefnar út á vormánuðum næsta ár á eftir.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.