Vöruviðskiptajöfnuður
Í febrúar 2019 voru fluttar út vörur fyrir 44,7 milljarða króna og inn fyrir 59,8 milljarða króna fob (63,9 milljarða króna cif). Vöruviðskiptin í febrúar, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 15,1 milljarð króna. Í febrúar 2018 voru vöruviðskiptin óhagstæð um 14 milljarða króna á gengi hvors árs.¹ Vöruviðskiptahallinn í febrúar 2019 var því 1,1 milljarði króna lægri en á sama tíma árið áður. Án skipa og flugvéla nam vöruviðskiptahallinn í mánuðinum 14,9 milljörðum króna samanborið við 7,4 milljarða króna í febrúar 2018.

Á tímabilinu janúar til febrúar 2019 voru fluttar út vörur fyrir 104,2 milljarða króna en inn fyrir 112,1 milljarð (120,1 milljarð króna cif). Því var halli á vöruskiptum við útlönd sem nam 8,0 milljörðum króna reiknað á fob verðmæti. Á sama tíma fyrir ári voru vöruviðskiptin óhagstæð um 16,7 milljarða á gengi hvors árs. Vöruviðskiptahallinn janúar til febrúar er því 8,8 milljörðum lægri en á sama tíma fyrir ári síðan. Án skipa og flugvéla nam vöruviðskiptahallinn hins vegar 10,1 milljarði króna bæði árin.

Útflutningur
Á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2019 var verðmæti vöruútflutnings 9,7 milljörðum króna hærra en á sama tímabili árið áður, eða 10,3% á gengi hvors árs1. Iðnaðarvörur voru 50,7% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 5,1% hærra en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 39,7% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 12,3% hærra en á sama tíma árið áður.

Innflutningur
Á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2019 var verðmæti vöruinnflutnings 1,0 milljarði króna hærra en á sama tímabili árið áður, eða 0,9% á gengi hvors árs¹. Innflutningur jókst á hrávörum og rekstrarvörum, fjárfestingavörum (þó ekki flutningatækjum) og neysluvörum. Á móti kemur minni innflutningur á flutningatækjum og eldsneyti og smurolíum.

Vöruviðskipti

Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar til febrúar 2018 og 2019
  Millj. kr. á gengi hvors árs Breytingar frá fyrra
ári á gengi hvors árs, %
% jan-feb
Janúar Janúar-febrúar
20182019 2018 2019
Útflutningur alls fob46.070,044.723,994.436,0104.153,610,3
Sjávarafurðir18.927,719.045,136.818,841.356,212,3
Landbúnaðarvörur2.248,52.232,54.504,65.286,517,4
Iðnaðarvörur23.334,622.430,750.213,752.759,85,1
Aðrar vörur1.559,21.015,62.898,94.751,063,9
Innflutningur alls fob60.030,059.783,8111.176,5112.139,40,9
Matvörur og drykkjarvörur4.701,14.680,58.733,710.772,823,3
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a.17.874,220.440,929.882,434.294,514,8
Eldsneyti og smurolíur6.261,84.995,114.153,810.711,4-24,3
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki)11.640,815.646,325.962,030.090,415,9
Flutningatæki12.305,25.673,818.349,810.297,0-43,9
Neysluvörur ót.a.7.063,18.333,113.852,015.912,614,9
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur)183,814,1242,760,7-75,0
Vöruviðskiptajöfnuður-13.959,9-15.059,9-16.740,4-7.985,8 -52,3

1) Hagstofa Íslands birtir ekki lengur tölur um vöruviðskipti á föstu gengi. Á vef Hagstofu Íslands er að finna töflu um hlutfall einstakra gjaldmiðla í vöruviðskiptum.

Mánaðarlegar tölur um vöruviðskipti líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta tölur fyrri mánaða árs breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar tölur fyrir hvert ár eru gefnar út á vormánuðum næsta ár á eftir.

Talnaefni