Vöruviðskiptajöfnuður
Í júlí 2019 voru fluttar út vörur fyrir 51,6 milljarða króna og inn fyrir 71,5 milljarða króna fob (76,3 milljarða króna cif). Vöruviðskiptin í júlí, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 19,9 milljarða króna. Í júlí 2018 voru vöruviðskiptin óhagstæð um 18,5 milljarða króna á gengi hvors árs.¹ Vöruviðskiptahallinn í júlí 2019 var því 1,4 milljörðum króna meiri en á sama tíma fyrir ári. Án skipa og flugvéla nam vöruviðskiptahallinn í mánuðinum 18,2 milljörðum króna, samanborið við 20,5 milljarða í júlí 2018.
Á tímabilinu janúar til júlí 2019 voru fluttar út vörur fyrir 385 milljarða króna en inn fyrir 451,4 milljarða fob (482,1 milljarða króna cif). Halli á vöruskiptum við útlönd nam því 66,4 milljörðum króna reiknað á fob verðmæti. Á sama tíma fyrir ári voru vöruviðskiptin óhagstæð um 102,4 milljarða á gengi hvors árs. Vöruviðskiptajöfnuðurinn frá janúar til júlí var því 36 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma fyrir ári síðan. Án skipa og flugvéla nam vöruviðskiptahallinn 75,5 milljörðum króna á tímabilinu janúar til júlí 2019, en 87,8 milljörðum króna fyrir sama tímabil 2018.
Útflutningur
Á fyrstu sjö mánuðum ársins 2019 var verðmæti vöruútflutnings 47,3 milljörðum króna hærra en á sama tímabili árið áður, eða 14,0% á gengi hvors árs1. Iðnaðarvörur voru 47,6% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 1,4% hærra en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 39,4% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 13,3% hærra en á sama tíma árið áður.
Innflutningur
Á fyrstu sjö mánuðum ársins 2019 var verðmæti vöruinnflutnings 11,3 milljörðum króna hærra en á sama tímabili árið áður, eða 2,6% á gengi hvors árs¹. Innflutningur jókst mest á unnum hrá- og rekstrarvörum og fjárfestingavörum. Á móti kom minni innflutningur á flutningatækjum.
Verðmæti útflutnings og innflutnings janúar - júlí 2018-2019 | |||||
Millj. kr. á gengi hvors árs | Breytingar frá fyrra ári á gengi hvors árs, % janúar - júlí | ||||
Júlí | Janúar - júlí | ||||
2018 | 2019 | 2018 | 2019 | ||
Útflutningur alls fob | 50.469,8 | 51.557,3 | 337.704,5 | 384.970,4 | 14,0 |
Sjávarafurðir | 18.116,4 | 23.478,1 | 133.693,7 | 151.500,9 | 13,3 |
Landbúnaðarvörur | 933,7 | 1.881,4 | 11.156,1 | 16.324,8 | 46,3 |
Iðnaðarvörur | 26.629,8 | 24.867,8 | 180.606,6 | 183.091,9 | 1,4 |
Aðrar vörur | 4.789,8 | 1.330,0 | 12.248,1 | 34.052,7 | 178,0 |
Innflutningur alls fob | 68.925,2 | 71.457,0 | 440.113,1 | 451.411,2 | 2,6 |
Matvörur og drykkjarvörur | 5.574,4 | 8.215,6 | 34.890,4 | 43.037,9 | 23,4 |
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. | 17.542,7 | 19.318,7 | 118.754,5 | 133.049,2 | 12,0 |
Eldsneyti og smurolíur | 13.878,5 | 8.885,6 | 61.888,6 | 52.606,2 | -15,0 |
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki) | 12.413,6 | 16.977,9 | 91.864,8 | 103.209,9 | 12,3 |
Flutningatæki | 10.015,8 | 8.979,1 | 75.463,3 | 61.685,5 | -18,3 |
Neysluvörur ót.a. | 8.212,6 | 8.978,8 | 54.388,8 | 57.571,5 | 5,9 |
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur) | 1.287,7 | 101,4 | 2.862,7 | 251,1 | -91,2 |
Vöruviðskiptajöfnuður | -18.455,5 | -19.899,7 | -102.408,6 | -66.440,8 |
1Hagstofa Íslands birtir ekki lengur tölur um vöruviðskipti á föstu gengi. Á vef Hagstofu Íslands er að finna töflu um hlutfall einstakra gjaldmiðla í vöruviðskiptum.
Mánaðarlegar tölur um vöruviðskipti líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta tölur fyrri mánaða árs breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar tölur fyrir hvert ár eru gefnar út á vormánuðum næsta ár á eftir.